Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:40 Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Samsett/TikTok Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“ Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“
Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira