Bjarni Guðnason er látinn Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri. 31.10.2023 08:06
Fá tvö ný námurannsóknaleyfi og er nú stærsti leyfishafinn á Grænlandi Amaroq Minerals hefur fengið verulega auknar heimildir til námurannsókna á Suður-Grænlandi eftir að hafa tryggt sér tvö ný námurannsóknaleyfi frá ríkisstjórn Grænlands. Með nýju heimildunum er fyrirtækið handhafi leyfa sem ná til alls 9.785,56 ferkílómetra og er orðinn stærsti leyfihafinn á Grænlandi. 31.10.2023 07:52
Bjart veður víðast hvar á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm tíu metrum á sekúndu en tíu til fimmtán metrum syðst á landinu. Bjart veður verður í fletum landshlutum en dálitlar skúrir eða él um landið austanvert. 31.10.2023 07:12
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30.10.2023 14:35
Lyklamaðurinn á Akureyri dæmdur fyrir rúðubrot á Kaffi Lyst Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum. 30.10.2023 14:21
Fimm látnir eftir að vinnupallar hrundu í Hamborg Fimm iðnaðarmenn létust og einhverra er enn saknað eftir að vinnupallar hrundu á einu af stærstu iðnaðarsvæðum Hamborgar í Þýskalandi í morgun. 30.10.2023 10:05
Fimm ráðin til Maven Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar. 30.10.2023 09:43
Bein útsending: „Reynslunni ríkari“ – málþing um skólamál Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi um skólamál í dag þar sem fjallað er um reynsluna að yfirfærslu grunnskóla frá ríkisins til sveitarfélaga. Málþingið hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 30.10.2023 09:00
Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30.10.2023 08:36
Rólegheitaveður en stöku skúrir við sjávarsíðuna Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegheitaveðri og skýjuðu með köflum eða bjartviðri í dag. Þó má gera ráð fyrir stöku skúrum eða slydduéljum úti við sjávarsíðuna. 30.10.2023 07:21