Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 06:36 Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49