Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bruno sér hættuna við lið Ís­lands sem hefur að engu að keppa

Bruno Fernandes, leik­maður Manchester United og portúgalska lands­liðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ís­land líkt og hann og liðs­fé­lagar hans upp­lifðu í Reykja­vík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð próf­raun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undan­keppni EM til þessa.

„Tæki­­færi fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman“

Åge Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta segir loka­leik liðsins í undan­keppni EM 2024 í kvöld, gegn topp­liði Portúgal á úti­velli, vera kjörið tæki­færi fyrir leik­menn liðsins til þess að sanna að þeir geti gert góða hluti saman. Ís­land mætir til leiks með þungt tap fyrir Slóvakíu á bakinu og enga mögu­leika á að komast upp úr riðlinum. Sigur Portúgal í kvöld mun sjá til þess að liðið vinnur riðilinn með fullt hús stiga.

Tók Ís­land skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við"

Jóhann Berg Guð­munds­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammi­stöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undan­keppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leik­mönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu.

„Er mér ó­skiljan­legt að ekkert sé búið að gerast“

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna.

Sjá meira