Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Aron Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2025 07:32 Arnar Pétursson er nýr Íslandsmethafi í 100 kílómetra hlaupi. Hann gerði sér lítið fyrir og setti það met í sínu fyrsta 100 kílómetrahlaupi og stefnir að á hlaupa slíkt hlaup aftur. Vísir/Sigurjón Ofurhlauparinn Arnar Pétursson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í hundrað kílómetra hlaupi um nýliðna helgi. Afrekið segir Arnar að sé toppurinn á ferlinum hingað til. Þetta var í fyrsta sinn sem Arnar, sem hefur um árabil verið einn af okkar fremstu hlaupurum, hleypur hundrað kílómetra og árangurinn magnaður en kílómetrana hundrað í Rauðavatni Ultra hljóp hann á 6 klukkustundum og rétt rúmum fjörutíu og fimm mínútum. „Andlega er þetta bara stórt markmið að ná og ótrúlega gaman að hafa náð að klára þetta og það svona vel,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Þetta er níundi besti tíminn í heiminum í ár, ég er á 4:03 meðalpace-i með kílómeterinn sem er 14,8 til 15 í hraða á hlaupabrettinu. Um fjörutíu mínútur cirka með tíu kílómetra og geri það tíu sinnum í röð. Það var mjög gaman að ná því.“ Hann er hins vegar á því að geta gert betur og er ljóst að þetta er ekki hans fyrsta og eina hundrað kílómetra hlaup. „Ég veit að ég get hlaupið þetta hraðar og var búinn að ákveða það fyrir þetta hlaup að ég myndi hlaupa annað hundrað kílómetra hlaup. Besta æfingin er að hlaupa svona langt hlaup og sem þjálfari sjálfs míns er eiginlega vont ef ég nýti ekki þessa góðu æfingu til að hlaupa hundrað kílómetra hlaup með reynsluna af því í bankanum. Ég mun því alveg hundrað prósent hlaupa annað hundrað kílómetra hlaup örugglega á næsta ári.“ Stjörnurnar röðuðust rétt upp Það var góð tilfinningin sem sagði Arnari að skrá sig til leiks í Rauðavatn Ultra sem var haldið í fyrsta sinn núna um síðastliðna helgi. „Þetta eru leiðbeiningar sem maður gefur líka fólki sem maður hefur verið að þjálfa og eru á þær leið að ef maður fær svona kitl í magann, vegna einhvers hlaups eða áskorun, þá ætti maður að einbeita sér að því. Þegar að þetta hlaup kom inn á síðasta ári, Íslandsmót á vottaðri braut, þá fékk ég eitthvað kitl í magann. Þetta hlaup fer fram í kringum vatn og mér skemmtilegasta umhverfið til að hlaupa í að vera með vatn öðru megin við mig og skóglendi hinu megin. Stjörnurnar röðuðust bara rétt og ég held að ég sé hlutfallslega mjög góður í þessari vegalengd. Æfði sig með því að hlaupa á ættarmót Íslandsmeistaratitlar Arnars hlaupa á mörgum tugum og er hann sífellt á höttunum eftir nýjum og ferskum áskorunum. „Ég var að taka lengri æfingar en ég hef gert áður, hljóp til að mynda fimmtíu kílómetra æfingar. Skemmtilegasta æfingin hins vegar, og ég var meira stressaðri fyrir henni heldur en hlaupinu sjálfu, var þegar að ég ákvað að hlaupa frá Egilsstöðum á Borgarfjörð Eystri á ættarmót.“ View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Um var að ræða cirka sextíu og fimm kílómetra leið með töluverðri hækkun sem Arnar hljóp í miklum mótvindi lengst af og upplifði algjöra bugun en móttökurnar sem hann fékk frá skyldmennum sínum þá kynntu undir bál, bókstaflega. „Ég kem hlaupandi inn á Borgarfjörð Eystri, þar er brenna og 200 ættmenni sem syngja ættarlagið okkar. Þetta var hlaup sem ég hljóp svolítið til heiðurs hlaupurum í ættinni. Afi minn, Jón Andrésson var mikill hlaupari á sínum tíma sem og Skúli bróðir hans. Margir hlauparar í ættinni og því átti þetta vel við og það var eiginlega extra erfitt að halda aftur af tilfinningunum þegar að maður kláraði það hlaup. Það var því gott að leyfa þeim að koma út þegar að maður kláraði hundrað kílómetrana núna við Rauðavatn því það er best í heimi, þegar að maður klárar svona erfiða áskorun, að fá fjölskylduna í fangið og láta allt gossa. Það er ekki hægt að toppa það.“ Þakklátur fyrir baklandið Tilfinningin góð en Arnar á óklárað verk fyrir höndum er kemur að maraþonhlaupum. „Ég var í öllum yngri landsliðunum í körfubolta en hætti í körfuboltanum fyrir hlaupin af því að mig langaði að ná ólympíulágmarkinu í maraþoni sem var á þeim tíma tvær klukkustundir og nítján mínútur. Ég á núna best tvær klukkustundir, tuttugu mínútur og fjórar sekúndur og langar að klára það en þetta er alveg klárlega eitthvað sem ég mun gera aftur á ferlinum. Þú hleypur fyrst svona langt hlaup til þess að geta svo hlaupið hlaup númer tvö. Eftir hlaup númer tvö sérðu hvort þig langi til þess að hlaupa hlaup númer þrjú, fjögur, fimm eða sex. Þetta var allavegana með skemmtilegri hlaupum sem ég hef hlaupið þrátt fyrir að þetta hafi verið þrjátíu og tveir hringir. Maður var alltaf að taka fram úr fólki, alltaf að sjá fjölskyldu og vini, alltaf að fá peppið. Það var miklu skemmtilegra heldur en að fara í hlaup þar sem að þú byrjar og ert svo einn í marga klukkutíma. Arnar nýtur góðs af því og er þakklátur fyrir að eiga fjölmennt og gott bakland sem hann getur stólað á.Vísir/Aðsend mynd Og það er greinilegt að þetta afrek skiptir Arnar, sem á fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum og metum á ferilskránni, miklu máli. „Ég myndi eiginlega segja að þetta sé toppurinn á ferlinum hingað til. Það er svo mikill munur að vera með tvö börn og að æfa núna í júlí, það er leikskólafrí, extra álag í því að láta allt ganga upp. Baklandið sem maður er með báðu megin, tengdafjölskylda og fjölskylda mín, þetta er ekki eins manns verkefni og skiptir mjög miklu máli.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Arnar, sem hefur um árabil verið einn af okkar fremstu hlaupurum, hleypur hundrað kílómetra og árangurinn magnaður en kílómetrana hundrað í Rauðavatni Ultra hljóp hann á 6 klukkustundum og rétt rúmum fjörutíu og fimm mínútum. „Andlega er þetta bara stórt markmið að ná og ótrúlega gaman að hafa náð að klára þetta og það svona vel,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Þetta er níundi besti tíminn í heiminum í ár, ég er á 4:03 meðalpace-i með kílómeterinn sem er 14,8 til 15 í hraða á hlaupabrettinu. Um fjörutíu mínútur cirka með tíu kílómetra og geri það tíu sinnum í röð. Það var mjög gaman að ná því.“ Hann er hins vegar á því að geta gert betur og er ljóst að þetta er ekki hans fyrsta og eina hundrað kílómetra hlaup. „Ég veit að ég get hlaupið þetta hraðar og var búinn að ákveða það fyrir þetta hlaup að ég myndi hlaupa annað hundrað kílómetra hlaup. Besta æfingin er að hlaupa svona langt hlaup og sem þjálfari sjálfs míns er eiginlega vont ef ég nýti ekki þessa góðu æfingu til að hlaupa hundrað kílómetra hlaup með reynsluna af því í bankanum. Ég mun því alveg hundrað prósent hlaupa annað hundrað kílómetra hlaup örugglega á næsta ári.“ Stjörnurnar röðuðust rétt upp Það var góð tilfinningin sem sagði Arnari að skrá sig til leiks í Rauðavatn Ultra sem var haldið í fyrsta sinn núna um síðastliðna helgi. „Þetta eru leiðbeiningar sem maður gefur líka fólki sem maður hefur verið að þjálfa og eru á þær leið að ef maður fær svona kitl í magann, vegna einhvers hlaups eða áskorun, þá ætti maður að einbeita sér að því. Þegar að þetta hlaup kom inn á síðasta ári, Íslandsmót á vottaðri braut, þá fékk ég eitthvað kitl í magann. Þetta hlaup fer fram í kringum vatn og mér skemmtilegasta umhverfið til að hlaupa í að vera með vatn öðru megin við mig og skóglendi hinu megin. Stjörnurnar röðuðust bara rétt og ég held að ég sé hlutfallslega mjög góður í þessari vegalengd. Æfði sig með því að hlaupa á ættarmót Íslandsmeistaratitlar Arnars hlaupa á mörgum tugum og er hann sífellt á höttunum eftir nýjum og ferskum áskorunum. „Ég var að taka lengri æfingar en ég hef gert áður, hljóp til að mynda fimmtíu kílómetra æfingar. Skemmtilegasta æfingin hins vegar, og ég var meira stressaðri fyrir henni heldur en hlaupinu sjálfu, var þegar að ég ákvað að hlaupa frá Egilsstöðum á Borgarfjörð Eystri á ættarmót.“ View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Um var að ræða cirka sextíu og fimm kílómetra leið með töluverðri hækkun sem Arnar hljóp í miklum mótvindi lengst af og upplifði algjöra bugun en móttökurnar sem hann fékk frá skyldmennum sínum þá kynntu undir bál, bókstaflega. „Ég kem hlaupandi inn á Borgarfjörð Eystri, þar er brenna og 200 ættmenni sem syngja ættarlagið okkar. Þetta var hlaup sem ég hljóp svolítið til heiðurs hlaupurum í ættinni. Afi minn, Jón Andrésson var mikill hlaupari á sínum tíma sem og Skúli bróðir hans. Margir hlauparar í ættinni og því átti þetta vel við og það var eiginlega extra erfitt að halda aftur af tilfinningunum þegar að maður kláraði það hlaup. Það var því gott að leyfa þeim að koma út þegar að maður kláraði hundrað kílómetrana núna við Rauðavatn því það er best í heimi, þegar að maður klárar svona erfiða áskorun, að fá fjölskylduna í fangið og láta allt gossa. Það er ekki hægt að toppa það.“ Þakklátur fyrir baklandið Tilfinningin góð en Arnar á óklárað verk fyrir höndum er kemur að maraþonhlaupum. „Ég var í öllum yngri landsliðunum í körfubolta en hætti í körfuboltanum fyrir hlaupin af því að mig langaði að ná ólympíulágmarkinu í maraþoni sem var á þeim tíma tvær klukkustundir og nítján mínútur. Ég á núna best tvær klukkustundir, tuttugu mínútur og fjórar sekúndur og langar að klára það en þetta er alveg klárlega eitthvað sem ég mun gera aftur á ferlinum. Þú hleypur fyrst svona langt hlaup til þess að geta svo hlaupið hlaup númer tvö. Eftir hlaup númer tvö sérðu hvort þig langi til þess að hlaupa hlaup númer þrjú, fjögur, fimm eða sex. Þetta var allavegana með skemmtilegri hlaupum sem ég hef hlaupið þrátt fyrir að þetta hafi verið þrjátíu og tveir hringir. Maður var alltaf að taka fram úr fólki, alltaf að sjá fjölskyldu og vini, alltaf að fá peppið. Það var miklu skemmtilegra heldur en að fara í hlaup þar sem að þú byrjar og ert svo einn í marga klukkutíma. Arnar nýtur góðs af því og er þakklátur fyrir að eiga fjölmennt og gott bakland sem hann getur stólað á.Vísir/Aðsend mynd Og það er greinilegt að þetta afrek skiptir Arnar, sem á fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum og metum á ferilskránni, miklu máli. „Ég myndi eiginlega segja að þetta sé toppurinn á ferlinum hingað til. Það er svo mikill munur að vera með tvö börn og að æfa núna í júlí, það er leikskólafrí, extra álag í því að láta allt ganga upp. Baklandið sem maður er með báðu megin, tengdafjölskylda og fjölskylda mín, þetta er ekki eins manns verkefni og skiptir mjög miklu máli.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira