Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 21:50 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins á blaðamannafundi eftir leik rétt áðan. Vísir/Getty Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31
Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19