Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. Viðskipti innlent 16. júlí 2021 08:15
Götubitahátíð Íslands haldin við mikla viðhöfn um helgina Götubitahátíð Íslands 2021 og stærsta götubitakeppni í heimi European Street Food Awards verða haldnar í Hljómskálagarðinum í Reykjavík dagana 17.-18. júlí næstkomandi. Matur 14. júlí 2021 08:00
Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr. Lífið 12. júlí 2021 22:34
Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. Lífið 9. júlí 2021 12:58
Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir. Viðskipti innlent 9. júlí 2021 07:00
Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins nam 295 milljónum Skiptum er lokið í þrotabúi veitingastaðarins Skelfiskmarkaðarins sem rekinn var við Klapparstíg. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 295 milljónum og fengust tæplega fjórar milljónir greiddar. Viðskipti innlent 7. júlí 2021 13:31
Starfsmannaskortur í ferðaþjónustu geti hægt á endurreisn greinarinnar Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu. Hótelrekandi segir skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert. Viðskipti innlent 6. júlí 2021 20:00
Verð á „þjóðarrétti Íslendinga“ hækkar úr 770 krónum í 850 krónur Bæjarins beztu pylsur hafa hækkað verð á pylsunni hjá sér um fimmtíu krónur og kostar hún nú 550 krónur. Neytendur 5. júlí 2021 11:32
Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ Viðskipti innlent 5. júlí 2021 07:00
Ætla að bjóða upp á besta kaffibollann í Kvosinni Stefnt er að opnun kaffihússins Kaffi Ó-le í Hafnarstræti 11. Vísir ræddi við Ólaf Örn Ólafsson, einn þeirra sem standa að staðnum. Lífið 4. júlí 2021 08:01
Sjáðu stemninguna á opnunarkvöldi Bankastræti Club Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins. Lífið 2. júlí 2021 20:41
Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Viðskipti innlent 30. júní 2021 12:30
Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. Viðskipti innlent 29. júní 2021 11:27
Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. Innlent 26. júní 2021 16:48
„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. Innlent 25. júní 2021 20:00
Þjóðin tapar sér yfir tíðindunum: Orgíur og botnlaust djamm Íslendingar eru yfrið kátir með boðaða allsherjarafléttingu sóttvarnaráðstafana innanlands og láta ánægju sína í ljós á Twitter. Af þeirri umræðu að dæma er ljóst að stefnir í hamfaranótt á vettvangi næturlífsins. Lífið 25. júní 2021 12:21
Fyrirsjáanlegt mikið djamm í miðborginni í nótt Mikill viðbúnaður er hjá veitingamönnum sem búa sig undir annasama og fjöruga nótt. Innlent 25. júní 2021 11:34
Það kostar inn og dyrunum er lokað hálfeitt á aðildarklúbbnum b5 Bankastræti Club, arftaki skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, mun bjóða upp á tvær tegundir af aðild að klúbbnum. Viðskiptavinir með ólíka félagsaðild munu njóta ólíkra sérréttinda á staðnum, sem opnar í sumar. Viðskipti innlent 21. júní 2021 10:11
Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. Makamál 19. júní 2021 12:09
Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. Innlent 19. júní 2021 09:01
Loka Litlu kaffistofunni í ágúst Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi. Viðskipti innlent 17. júní 2021 22:21
Æskuvinir láta drauminn rætast og opna veitingastaðinn Héðinn „Það má segja að æskudraumur okkar vinanna sé að verða að veruleika,“ segir veitingamaðurinn Elías Guðmundsson í samtali við Vísi. Matur 17. júní 2021 14:28
Borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma skemmtistaða í miðborginni. Hann segist hins vegar myndu fagna því ef fólk byrjaði fyrr á kvöldin að skemmta sér og færi þá sömuleiðis fyrr heim. Innlent 16. júní 2021 06:41
Tekur við starfi framkvæmdastjóra Gló Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Gló veitinga ehf. Skeljungur keypti nýverið allt hlutafé í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 15. júní 2021 09:44
Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar. Innlent 14. júní 2021 20:51
„Make JL-húsið Great Again“ Rekstur er hafinn á enn einum pílustaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi enda spretta þeir upp eins og gorkúlur nú um mundir. Viðskipti innlent 12. júní 2021 07:30
Lofa djammþyrstum áður óþekktu skemmtanahaldi Hjónin Jón Bjarni Steinsson og Katrín Ólafsson hafa yfirtekið reksturinn á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Veltusund og lofa því að bjóða djammþyrstum uppá áður óþekkt skemmtanahald. Viðskipti innlent 11. júní 2021 14:22
Veitingamenn ósáttir við valdmannslega heimsókn skattstjóra Útsendarar Ríkisskattstjóra mættu á nokkra vel valda veitingastaði í miðborginni í gærkvöldi og kröfðust þess að fá að sjá posastrimla. Viðskipti innlent 11. júní 2021 10:14
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. Viðskipti innlent 5. júní 2021 20:00
„Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Viðskipti innlent 2. júní 2021 22:30