Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:26 Óhætt er að segja að Lars sé orðinn vinsælasti pílubangsi landsins eftir ævintýri sitt. Með honum á myndinni Ísak Örn Hákonarson, starfsmaður Bullseye og góðvinur Lars. Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var. Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira