Vatnaskil í lífi Geirs: „Ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Geir Sveinsson vinnur nú að því að flytja til Hveragerði með fjölskyldu sinni en hann hefur verið búsettur erlendis síðustu tíu ár. Aðsend „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir Geir Sveinsson nýráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í viðtali við Bakaríið síðasta laugardag. „Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan: Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan:
Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44