Vatnaskil í lífi Geirs: „Ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Geir Sveinsson vinnur nú að því að flytja til Hveragerði með fjölskyldu sinni en hann hefur verið búsettur erlendis síðustu tíu ár. Aðsend „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir Geir Sveinsson nýráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í viðtali við Bakaríið síðasta laugardag. „Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan: Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan:
Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44