„Það er búið að ganga þokkalega þarna og þetta er góð söluvara ef einhver vill taka á sig þá ábyrgð og álag sem fylgir því að reka skemmtistað," segir Húnbogi J. Andersen, lögmaður eigandans Róberts Óskars Sigurvaldasonar. Hann segir eigandann vilja nú kúpla sig úr skemmtistaðabransanum.
Róbert Óskar, eigandi staðarins, þvertekur þó fyrir að verið sé að loka staðnum í samtali við Vísi.
„Ég á húsnæðið og það voru drengir sem ætluðu að kaupa staðinn en stóðu ekki við sín kaup og þess vegna er staðurinn til sölu," sagði Róbert.
Að sögn starfsmanna hefur staðurinn verið lokaður frá síðustu mánaðarmótum.
