Veður

Veður


Fréttamynd

Allt að fimm­tán stiga hiti í dag

Í dag verður austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Úrkomulítið verður í dag en dálítil væta verður á sunnanverðu landinu síðdegis. Hiti verður á bilinu sex til fimmtán stig. Svalast verður í þokulofti við ströndina.

Veður
Fréttamynd

Mildar aust­lægar áttir leika um landið næstu daga

Mildar austlægar áttir leika um landið á næstunni og má reikna með að hitatölur geti náð fimmtán stigum þar sem best lætur yfir hádagi. Það má reikna með að það verði fremur þungbúið, en yfirleitt bjartara norðanlands.

Veður
Fréttamynd

Bjart og níu stiga hiti í dag

Bjartviðri verður á sunnanverðu landinu fram undir kvöld í dag og hiti á bilinu núll til níu stig. Norðlæg eða breytileg átt þrír til átta metrar á sekúndu. Norðvestantil verða átta til þrettán metrar á sekúndu. Í kvöld má búast við stöku skúrum og éljum. 

Veður
Fréttamynd

Á­fram­haldandi nætur­frost

Búist er við áframhaldandi norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu en fimm til tíu metrum á sekúndu sunnanlands. Léttskýjað verður í dag en þykknar upp norðantil seinni partinn með stöku éli.

Veður
Fréttamynd

Bjart­viðri og nætur­frost

Búist er við norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart verður víða um land en þykknar upp sunnanlands seinni partinn með stöku skúrum eða éli suðaustanlands. 

Veður
Fréttamynd

Norð­læg átt í dag og hvessir í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag þar sem víða verða þrír til tíu metrar á sekúndu. Það verður skýjað og dálítil snjókoma suðvestanlands en léttir til eftir hádegi. Stöku él norðaustantil en annars bjart að mestu.

Veður
Fréttamynd

Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag

Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust

Innlent
Fréttamynd

„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun

Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram svalt í veðri og víða nætur­frost

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði áfram svalt í veðri og víða næturfrost. Lengst af verður norðlæg vindátt og milda loftið mun halda sig langt suður í hafi næstu daga hið minnsta.

Veður
Fréttamynd

Snjó­koma í kortunum

Sumarið er ekki komið enn og gert er ráð fyrir einhverri snjókomu víða um land í vikunni. Kalt verður í veðri en veðurfræðingur telur að úrkoman muni ekki valda vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Vorið verður fremur svalt

Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Allt að þrettán stiga hiti

Hiti gæti náð allt að þrettán stigum í dag. Það er annað uppi á teningnum hjá íbúum á Norðurlandi en þar verður hiti í kringum frostmark í dag. Vindur verður norðan- og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu. 

Veður
Fréttamynd

Sumarið ekki alveg komið enn

Nokkur kuldi er í kortunum víðast hvar á landinu. Hiti á og undir frostmarki og gera má ráð fyrir einhverri úrkomu. Veðurfræðingur segir ekkert að óttast.

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt dagskrá skátanna á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur um allt land í dag - og það eru líklega fáir sem fagna honum ákafar en skátarnir. Skátahöfðingi Íslands segir daginn eiga sérstakan sess í hjörtum íslenskra skáta.

Innlent
Fréttamynd

Sumarið heilsar með suð­lægri átt

Í dag, sumardaginn fyrsta, verður sunnanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu norðvestantil. Skýjað með köflum og rigning af og til. Búast má við hitastigi frá sjö til fimmtán stigum í dag. 

Veður
Fréttamynd

Allt að fimmtán gráðu hiti fyrir norðaustan

Í dag verður bjart að mestu um landið norðaustanvert. Á landinu öllu verður sunnan- og suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Hiti verður sjö til fimmtán stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Von á nýjum Veður­stofu­vef

Veðurstofa Íslands hefur undirritað samning við Origo um smíði á nýjum vef fyrir stofnunina. Vefurinn mun birtast notendum í áföngum og reiknað er með að fyrstu hlutar hans líti dagsins ljós í sumar. Núverandi vefur hefur verið starfræktur frá árinu 2007.

Innlent
Fréttamynd

Skýjað og ein­hver rigning sunnan og vestan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt í dag þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu. Skýjað og rigning eða súld með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu og einnig líkur á þokusúld við ströndina.

Veður
Fréttamynd

Hiti að tíu stigum en víða nætur­frost

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víða á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og í kringum Öræfajökul.

Veður
Fréttamynd

Von á hlýindum og góðu vorveðri

Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta.

Innlent