Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Lífið 21. júlí 2023 09:01
„Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. Tónlist 21. júlí 2023 07:00
Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. Tónlist 20. júlí 2023 13:16
Birnir, GDRN og Sykur á ríkulegri dagskrá Innipúkans Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tuttugasta og fyrsta skiptið í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Að vana er hátíðin haldin innandyra og í annað skiptið er hún haldin í Gamla Bíó og á Röntgen. Lífið 20. júlí 2023 11:43
Creed snúa loksins aftur Hin rómaða rokkhljómsveit Creed hefur tilkynnt nýja tónleikaröð, hina fyrstu í áratug. En sveitin hefur legið í dvala, fjölmörgum aðdáendum sínum til ama, frá árinu 2012. Tónlist 20. júlí 2023 00:00
Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. Erlent 18. júlí 2023 23:28
Ætla að trylla lýðinn á Krúttinu Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Blönduósi næstkomandi laugardagskvöld þegar þeir Dagur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson verða með tónleika á nýjum tónleikastað í gamla bænum, Krúttinu á Hóteli Blönduósi. Tónlist 18. júlí 2023 11:06
ISSI á toppi Langjökuls: „Þeir segja að það sé kalt á toppnum svo ég klæddi mig vel“ Tónlistarmaðurinn Issi tók upp tónlistarmyndband á toppi Langjökuls á dögunum við lagið Klukkan seint. Lagið er að finna á plötunni Rauð viðvörun sem hann sendi frá sér í apríl síðastliðnum. Lífið 17. júlí 2023 15:31
Var við það að missa vitið en fann sig svo í tónlistinni „Ég var í voða fínni inni vinnu og kominn á miðjan aldur en leiður á henni og ýmsu öðru. Ég var eiginlega bara að missa vitið af leiðindum og mig langaði að prófa eitthvað annað áður en af því yrði endanlega. Á svipuðum tíma áttaði ég mig líka á því að ekki bara einn heldur tveir jafnaldrar mínir og fyrrum hljómsveitafélagar höfðu dáið tiltölulega nýlega,“ segir tónlistarmaðurinn Klemens Ólafur Þrastarson, sem notast við listamannsnafnið Klói og var að senda frá sér tveggja laga smáskífu. Tónlist 17. júlí 2023 15:02
Aðdáendur misstu sig yfir leynigestinum Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom tónleikagestum sínum í Detroit heldur betur á óvart um helgina með óvæntum gesti. Sheeran tilkynnti áhorfendum að hann ætlaði að taka gítarútgáfu af sögulega smellinum Lose Yourself eftir Eminem en rapparinn gekk stuttu síðar inn á svið og tók við. Tónlist 17. júlí 2023 11:31
Jane Birkin fannst látin á heimili sínu Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. Erlent 16. júlí 2023 14:02
Mælir með laginu fyrir alla sem eru yfir meðallagi „horny“ Tónlistarmaðurinn og fyrrum Idol keppandinn Guðjón Smári var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Dansandi í myrkri, og var lagið kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM fyrr í dag. Tónlist 15. júlí 2023 17:00
Kúkaði á sig á miðjum tónleikum Tónlistarmaðurinn Joe Jonas, þriðjungur þríeykisins Jonas Brothers, segist hafa kúkað á sig á miðjum tónleikum. Hann segist verið klæddur í hvít föt þegar það gerðist og þess vegna þurft að drífa sig baksviðs og skipta um föt. Lífið 14. júlí 2023 15:03
Gísli Þór Guðmundsson er látinn Gísli Þór Guðmundsson, umboðsmaður fjölda þekktra hljómsveita og tónlistarmanna, er látinn aðeins 62 ára að aldri. Innlent 14. júlí 2023 13:32
Frumsýning á Vísi: Cell7 og Moses Hightower í eina sæng Rapparinn og söngkonan Cell7, sem heitir réttu nafni Ragna Kjartansdóttir, og hljómsveitin Moses Hightower gáfu í dag út lagið Thinking Hard. Meðfram laginu gefa þau út tónlistarmyndband sem frumsýnt er hér á Vísi. Tónlist 14. júlí 2023 13:20
„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 14. júlí 2023 09:01
Ástin blómstrar hjá Nönnu og Ragnari í OMAM Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson, söngvarar hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, hafa verið par í nokkurn tíma en lítið látið á því bera opinberlega. Lífið 14. júlí 2023 08:10
Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. Lífið 14. júlí 2023 08:01
Súkkulaðierfinginn uppfærði í stærri glæsibifreið Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, hefur fest kaup á hvítum Porsche Cayenne E-hybrid sportjeppa. Patrik birti myndskeið af glæsibifreiðinni í sólinni á Instagram í gær. Lífið 13. júlí 2023 15:27
„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“ Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. Lífið 13. júlí 2023 14:09
Frumsýning á Vísi: Þjóðhátíðarmyndband FM95BLÖ „Þetta er okkar uppáhalds hátíð og til að keyra upp stemminguna ákváðum við að skella í myndband,“ segir Auðunn Blöndal einn forsprakka FM95BLÖ en Vísir frumsýnir í dag rándýrt myndband við nýjasta lag hópsins. Lífið 13. júlí 2023 11:01
Madonna á batavegi Tónlistarkonan Madonna var flutt á gjörgæslu í lok síðasta mánaðar vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Hún er núna á batavegi og er strax byrjuð að endurskipuleggja tónleikaferðalagið sitt. Lífið 12. júlí 2023 10:37
Norah Jones deildi visku sinni með Laufeyju „Ég hitti guð í dag,“ skrifaði tónlistarkonan Laufey við Instagram færslu hjá sér undir mynd af henni og tónlistargyðjunni Noruh Jones. Þær stöllur höfðu verið að spila á sömu tónlistarhátíð í Belgíu og áttu að sögn Laufeyjar góðar samræður eftir tónleikana. Tónlist 10. júlí 2023 15:31
Klæddu sig upp fyrir lokatónleika Elton John Lokatónleikarnir í kveðjutónleikaröð tónlistarmannsins Elton John fóru fram í Stokkhólmi í gær. Tónleikaröðin hófst árið 2018 og er ein sú söluhæsta í sögunni. Íslensk hjón sem mættu á tónleikana í gær segja að þeir hafi verið frábærir. Lífið 9. júlí 2023 15:03
„Kolbrún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“ „Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Tónlist 8. júlí 2023 17:02
Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. Lífið 8. júlí 2023 08:49
„Ég hef alltaf verið mjög góður drengur“ „Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt, leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu,“ segir rapparinn Birgir Hákon. Blaðamaður hitti hann í kaffi og ræddi við hann um lífið og tilveruna. Tónlist 8. júlí 2023 07:00
Brak úr stól verður að trommutakti í fyrstu stuttskífu Róshildar Tónlistarkonan Róshildur gaf út sína fyrstu stuttskífu, eða EP-plötu, í dag. Stuttskífan ber nafnið (v2,2). Á henni eru fjögur lög sem fjalla um ást, merkingu orða og tilveruna. Tónlist 7. júlí 2023 14:17
Eurovision fer fram í Malmö á næsta ári Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Malmö í suðurhluta Svíþjóðar í maí á næsta ári. Lífið 7. júlí 2023 12:04