„Í upphafi var tribal teknóið vinsælast en svo týndu menn því” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2024 15:11 Addi Exos er einn þekktasti og reyndasti teknó plötusnúðurinn á Íslandi. Aðsend Arnviður Snorrason hefur unnið sem plötusnúður og tónlistarmaður í fjölda ára. Eflaust þekkja flestir hann betur undir nafninu Addi Exos. Hann spilar teknó og hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða á Íslandi. Hann skipuleggur nú þrenna tónleika á skemmtistaðnum Radar þar sem fram koma þrír þekktir teknó plötusnúðar. Fyrstur kemur SHDW í ágúst, Blawan í september og svo Dave Clark í október. SHDW stofnaði plötuútgáfuna Mutual Rytm.Mynd/Tim Cavadini „Teknóið gengur alltaf í hringi og það eru búin að vera allskonar trend,“ segir Addi. Hann segir að teknóið hafi tekið nokkrum breytingum síðustu ár. Nina Kraviz hafi sem dæmi komið aftur með „þetta skrítna trippí teknó“ aftur í senuna þegar hún var að byrja, 2015 til 2017. „Í upphafi var tribal teknóið vinsælast en svo týndu menn því bara. Það var enginn að spila það eftir svona 2005,“ segir Addi en nefnir nöfn eins og Jeff Mills í því samhengi. SHDW, Exos, Dave Clarke og Blawan koma allir fram á Radar í sumar og haust.Samsett „Jeff Mills byrjaði 1995 en svo spilaði enginn tribal teknó. En núna er SHDW kominn með það aftur og nú er það sterkasta soundið í dag,“ segir Addi og að hann sé afar spenntur að taka á móti honum í ágúst. „Þetta er á sunnudeginum um verslunarmannahelgina. Þannig það er bara Þjóðhátíð eða SHDW,“ segir hann léttur. Blawan frumkvöðull Á eftir SHDW kemur svo Blawan í september. Addi segir Blawan frumkvöðul í teknó senunni. Blawan hefur verið að síðan 2010. Eflaust þekkja margir smellinn hans Getting me down frá 2011.Mynd/Kazia Zacharko „Blawan er mesti frumkvöðullinn í teknóinu á þessari öld á meðan Jeff Mills var á þeirri síðustu. Það skiptir ekki máli við hvern þú talar. Það segja allir að Blawan sé bestur.“ Blawan spili teknó en sé alltaf að prófa sig áfram í allskonar og gaf sem dæmi út lagi með Skrillex nýverið. Skrillex sé meira í EDM en teknó. „Hann er Íslandsvinur og hefur oft komið áður. Það eru níu ár frá síðustu heimsókn.“ Dave Clarke kóngurinn Síðastur er það svo Dave Clarke sem Addi segir að sé „kóngurinn“ í teknóinu. Dave er nú á ferðalagi um heiminn til að minnast þess að 30 ár eru síðan hann gaf út plöturnar REd one, red two og red three sem eru þekkt verk innan teknó senunnar. „Hann lagði línurnar með þessari útgáfu. Þegar hann gaf þetta út var hann að setja sinn stimpil á teknóið. Stimpil sem enn er ekki farinn. Þetta eru algjörar neglur sem hafa haldið í þessi 30 ár.“ Hann segir Clarke auk þess með afar skemmtilega sviðsframkomu. „Það leikur það enginn eftir hvernig hann spilar. Hann er undir áhrifum frá hip hopi og er að skratsa. Hann hefur kristnað fjöldann í teknóið.“ Gullni þríhyrningurinn Eins og áður sagði hefur Addi komið að skipulagningu fjölda viðburða á Íslandi. Hann segir þetta part af því að taka þátt í senunni. „Ég er að spila og gefa út músík og er að halda kvöld. Gullni þríhyrningurinn til að halda manni gangandi. Þetta er það sem knýr mann áfram í gegnum lífið.“ Dave Clarke hefur verið að spila og búa til teknó frá því á 10. áratuginum.Mynd/Beatrice Photography Addi hefur síðustu mánuði verið með annan fótinn erlendis en kemur heim í ágúst. Kvöldin eru haldin á Radar sem er skemmtistaður á Tryggvagötu 22. Áður hafa þar verið reknir skemmtistaðirnir Húrra, Gummi Ben bar, Harlem og Paloma. „Radar er eini staðurinn sem býður upp á að geta haldið þetta. Þetta er menningarlegt hús og hefur verið skemmtistaður frá því snemma á níunda áratug. Þarna hafa margir af stærstu plötusnúðum heims komið fram Carl Craig, Timo Maas, Richie Hawtin og Marco Corolla,“ segir Addi og að þann síðastnefnda hafi hann sjálfur hitað upp fyrir árið 1999. „Það er mikil saga þarna og margir stórir DJ-ar sem hafa spilað þarna. Radar er að stimpla sig inn sem danstónlistar- og menningarstöð. Senan er búin að vera upp og niður en ég held að hún sé á uppleið aftur.“ Hægt er að kaupa miða á viðburðina þrjá á tix.is. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Hann skipuleggur nú þrenna tónleika á skemmtistaðnum Radar þar sem fram koma þrír þekktir teknó plötusnúðar. Fyrstur kemur SHDW í ágúst, Blawan í september og svo Dave Clark í október. SHDW stofnaði plötuútgáfuna Mutual Rytm.Mynd/Tim Cavadini „Teknóið gengur alltaf í hringi og það eru búin að vera allskonar trend,“ segir Addi. Hann segir að teknóið hafi tekið nokkrum breytingum síðustu ár. Nina Kraviz hafi sem dæmi komið aftur með „þetta skrítna trippí teknó“ aftur í senuna þegar hún var að byrja, 2015 til 2017. „Í upphafi var tribal teknóið vinsælast en svo týndu menn því bara. Það var enginn að spila það eftir svona 2005,“ segir Addi en nefnir nöfn eins og Jeff Mills í því samhengi. SHDW, Exos, Dave Clarke og Blawan koma allir fram á Radar í sumar og haust.Samsett „Jeff Mills byrjaði 1995 en svo spilaði enginn tribal teknó. En núna er SHDW kominn með það aftur og nú er það sterkasta soundið í dag,“ segir Addi og að hann sé afar spenntur að taka á móti honum í ágúst. „Þetta er á sunnudeginum um verslunarmannahelgina. Þannig það er bara Þjóðhátíð eða SHDW,“ segir hann léttur. Blawan frumkvöðull Á eftir SHDW kemur svo Blawan í september. Addi segir Blawan frumkvöðul í teknó senunni. Blawan hefur verið að síðan 2010. Eflaust þekkja margir smellinn hans Getting me down frá 2011.Mynd/Kazia Zacharko „Blawan er mesti frumkvöðullinn í teknóinu á þessari öld á meðan Jeff Mills var á þeirri síðustu. Það skiptir ekki máli við hvern þú talar. Það segja allir að Blawan sé bestur.“ Blawan spili teknó en sé alltaf að prófa sig áfram í allskonar og gaf sem dæmi út lagi með Skrillex nýverið. Skrillex sé meira í EDM en teknó. „Hann er Íslandsvinur og hefur oft komið áður. Það eru níu ár frá síðustu heimsókn.“ Dave Clarke kóngurinn Síðastur er það svo Dave Clarke sem Addi segir að sé „kóngurinn“ í teknóinu. Dave er nú á ferðalagi um heiminn til að minnast þess að 30 ár eru síðan hann gaf út plöturnar REd one, red two og red three sem eru þekkt verk innan teknó senunnar. „Hann lagði línurnar með þessari útgáfu. Þegar hann gaf þetta út var hann að setja sinn stimpil á teknóið. Stimpil sem enn er ekki farinn. Þetta eru algjörar neglur sem hafa haldið í þessi 30 ár.“ Hann segir Clarke auk þess með afar skemmtilega sviðsframkomu. „Það leikur það enginn eftir hvernig hann spilar. Hann er undir áhrifum frá hip hopi og er að skratsa. Hann hefur kristnað fjöldann í teknóið.“ Gullni þríhyrningurinn Eins og áður sagði hefur Addi komið að skipulagningu fjölda viðburða á Íslandi. Hann segir þetta part af því að taka þátt í senunni. „Ég er að spila og gefa út músík og er að halda kvöld. Gullni þríhyrningurinn til að halda manni gangandi. Þetta er það sem knýr mann áfram í gegnum lífið.“ Dave Clarke hefur verið að spila og búa til teknó frá því á 10. áratuginum.Mynd/Beatrice Photography Addi hefur síðustu mánuði verið með annan fótinn erlendis en kemur heim í ágúst. Kvöldin eru haldin á Radar sem er skemmtistaður á Tryggvagötu 22. Áður hafa þar verið reknir skemmtistaðirnir Húrra, Gummi Ben bar, Harlem og Paloma. „Radar er eini staðurinn sem býður upp á að geta haldið þetta. Þetta er menningarlegt hús og hefur verið skemmtistaður frá því snemma á níunda áratug. Þarna hafa margir af stærstu plötusnúðum heims komið fram Carl Craig, Timo Maas, Richie Hawtin og Marco Corolla,“ segir Addi og að þann síðastnefnda hafi hann sjálfur hitað upp fyrir árið 1999. „Það er mikil saga þarna og margir stórir DJ-ar sem hafa spilað þarna. Radar er að stimpla sig inn sem danstónlistar- og menningarstöð. Senan er búin að vera upp og niður en ég held að hún sé á uppleið aftur.“ Hægt er að kaupa miða á viðburðina þrjá á tix.is.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira