Akureyringar komast loksins á Prikið Boði Logason skrifar 2. júlí 2024 07:00 Á toppnum í 25 ár. Strákarnir slógu í gegn í Laugardalshöllinni í maí og stútfylltu höllina. Núna ætla þeir að halda risatónleika fyrir Akureyringa þann 30. ágúst næstkomandi. Glitta má í barinn af Prikinu á bak við rapparana knáu. Mynd/Þorgeir Ólafsson „Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent. XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira