Þurfti að vinda skyrtuna eftir tryllt gigg í Víetnam Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. júlí 2024 20:01 DJ Margeir nýtur lífsins með sonum sínum í Víetnam um þessar mundir. Aðsend „Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast,“ segir plötusnúðurinn Margeir sem nýtur lífsins í Víetnam. Hann var að senda frá sér einstaka útgáfu af Frank Ocean slagaranum Pink Matter ásamt tónlistarkonunni Matthildi og kom fram á trylltu giggi í Víetnam á dögunum. Blaðamaður ræddi við Margeir. Hér má hlusta á lagið: „Það er í einu orði sagt stórkostlegt hérna úti. Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast. Að vera og að lifa. Að vera úti í náttúrunni, dansa berfættur í sandinum, snorkla á milli kóralrifja, hoppa út í sjóinn og finna fyrir saltinu sem róar þreytta vöðva og liðamót. Og í leiðinni minna sig á það sem skiptir mestu máli í lífinu og láta óvissuna ekki trufla sig, en hún hefur reyndar aldrei valdið mér vonbrigðum.“ Synirnir bestu ferðafélagarnir Margeir er með góða ferðafélaga með sér. „Ég er svo lánsamur að eiga svo góða og trausta vini í sonum mínum tveimur sem eru með mér á ferðalagi. Við deilum sameiginlegri ást á Suðaustur Asíu og erum ótrúlega samstíga þegar kemur að því að skipuleggja daginn. Við flæðum vel saman í gegnum þetta, erum allir mjög aktívir og elskum að upplifa alla þá óspilltu menningu og náttúru sem Víetnam hefur upp á að bjóða.“ Margeir var sem áður segir að koma fram á giggi í Víetnam. „Ég hef bara stoppað mjög stutt hér við áður en það var fyrir um tíu árum síðan. Nú ákvað ég að taka Víetnam með trompi og verja mun meiri tíma hér en áður, kynnast heimafólki og virkilega finna fyrir kúltúrnum. Svona ferðalag á nefnilega ekki síst að snúast um innri uppljómun og tengingu við rætur og sál þjóðar sem hefur upplifað svo margt.“ Feðgarnir á Cham Island.Aðsend Aldrei orðið fyrir eins miklu vökvatapi Aðspurður hvernig giggið kom til segir Margeir: „Það var nú bara einhver prómóter hér í Asíu sem fékk veður af komu minni hingað og í kjölfarið bauðst mér að taka þrjú gigg en ég ákvað að þiggja einungis eitt þeirra og ná í leiðinni að halda lítið útgáfuhóf fyrir Asíumarkað. Útgáfudagur nýja lagsins rímaði vel við festivalið á ströndinni í Hoi an sem mér bauðst að taka þátt í, þannig að það má segja að þetta hafi verið skrifað í skýin.“ Hann segir að þetta hafi gengið vonum framar. „Ég hef aldrei orðið fyrir eins miklu vökvatapi við það að spila enda var dansgólfið, sjálfur sandurinn, sjóðandi heitur sem bættist ofan á þessar rúmlega 30 gráður sem hitamælirinn sýndi. Ég þurfti að vinda skyrtuna mína eins og blauta tusku eftir giggið. Það var eins og náttúran sjálf væri að prófa þolmörk mín.“ Auglýsing fyrir áðurnefnt strandpartý.Aðsend Vildi upphaflega ná til unga fólksins Þessi útgáfa Margeirs á sér skemmtilega sögu. „Ég var beðinn um að spila á Prikinu um það leyti sem Channel Orange með Frank Ocean var að koma út, árið 2012 - og eins og flestir vita, þá er Prikið óumdeildur heimavöllur hipphopptónlistar á Íslandi. Þar sem ég kem „straight outta Breiðholt“ þá sá ég fyrir mér að rifja upp alla gömlu taktana sem ég ólst upp við - NWA, Public Enemy, Jungle Brothers, Eric B & Rakom o.s.frv. Þá tjáði goðsögnin Maggi Lego mér að krakkarnir á Prikinu vissu ekkert um þessa gömlu hip hop-tónlist og það heitasta hjá þeim væri áðurnefndur Frank Ocean. Ég sótti því þessa fersku plötu samstundis og kolféll strax fyrir laginu Pink Matter. Þetta var eins og að finna nýja vídd, dýpri undirtón sem talaði til hjartans og sálarinnar. En það er ekki svo auðvelt að fá fólk til að dilla sér við svona ballöðu, þannig að ég kveikti á trommuheilanum, tvöfaldaði hraðann og byrjaði að vinna að endurhljóðblöndun. Þessi umbreyting var eins konar alkemía tónlistar, þar sem rólegir taktarnir urðu að eðalsteini dansgólfsins. Það var síðan nokkrum helgum síðar, þegar ég var bak við spilarana á Kaffibarnum, að útsendari frá bandarísku plötufyrirtæki heyrði mig spila „remixið“ og vildi ólmur gefa það út. Það er óhætt að segja að ég hafi verið þokkalega spenntur fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by DJ Margeir (@djmargeir) Vonir og vonbrigði Þá upphófust langar og strangar samningaviðræður við Universal Music Group, sem ræður yfir katalógnum hjá Frank Ocean. „Þær stóðu yfir í tæplega tvö ár en á endanum náðust ekki samningar. Hér hristust vonir og vonbrigði saman í einum kokteil. En í stað þess að sitja uppi með þann kaleik þá ákvað ég að snúa vörn í sókn, nýta vinnuna sem ég var búinn að leggja í lagið og prófa það sem ábreiðu. Ég flutti það nokkrum sinnum „live“, m.a. á Sónar Reykjavík, Secret Solstice og á Park Life festivalinu í Manchester, en þá með söngkonunni Ásdísi Maríu - sem nú er að gera allt vitlaust í Þýskalandi og víðar. Viðbrögðin sem lagið fékk sannfærðu mig um að ég væri með eitthvað gott í höndunum. Svo nokkrum árum síðar, eftir að ég fann hina fullkomnu söngkonu, Matthildi, þá var rykið dustað af laginu, það tekið á næsta stig og viti menn - nú fögnum við útgáfu þessa fína danslags. Útkoman er því nokkurs konar samruni fortíðar og nútíðar, drauma og raunveruleika,“ segir Margeir og bætir við miklum þökkum til Magga Legó. View this post on Instagram A post shared by DJ Margeir (@djmargeir) Preppar stærsta partý ársins hjá sér Það er ýmislegt spennandi á döfinni en Margeir ætlar þó að reyna að taka gott sumarfrí. „Ég mun reyna að spila sem minnst í júlí og njóta þess í stað íslensks sumars, en svo tekur smá törn við en stærsta partý ársins hjá mér er á Menningarnótt, 24. Ágúst. Ég er kominn ansi langt með að plana hátíðina og get ekki beðið eftir að tilkynna dagskrána sem verður óvenju djúsí þetta árið. Svo er ég með svo mikið af nýrri tónlist í vinnslu, sem ég get ekki beðið eftir að koma frá mér.“ Hér má hlusta á DJ Margeir á streymisveitunni Spotify. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má hlusta á lagið: „Það er í einu orði sagt stórkostlegt hérna úti. Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast. Að vera og að lifa. Að vera úti í náttúrunni, dansa berfættur í sandinum, snorkla á milli kóralrifja, hoppa út í sjóinn og finna fyrir saltinu sem róar þreytta vöðva og liðamót. Og í leiðinni minna sig á það sem skiptir mestu máli í lífinu og láta óvissuna ekki trufla sig, en hún hefur reyndar aldrei valdið mér vonbrigðum.“ Synirnir bestu ferðafélagarnir Margeir er með góða ferðafélaga með sér. „Ég er svo lánsamur að eiga svo góða og trausta vini í sonum mínum tveimur sem eru með mér á ferðalagi. Við deilum sameiginlegri ást á Suðaustur Asíu og erum ótrúlega samstíga þegar kemur að því að skipuleggja daginn. Við flæðum vel saman í gegnum þetta, erum allir mjög aktívir og elskum að upplifa alla þá óspilltu menningu og náttúru sem Víetnam hefur upp á að bjóða.“ Margeir var sem áður segir að koma fram á giggi í Víetnam. „Ég hef bara stoppað mjög stutt hér við áður en það var fyrir um tíu árum síðan. Nú ákvað ég að taka Víetnam með trompi og verja mun meiri tíma hér en áður, kynnast heimafólki og virkilega finna fyrir kúltúrnum. Svona ferðalag á nefnilega ekki síst að snúast um innri uppljómun og tengingu við rætur og sál þjóðar sem hefur upplifað svo margt.“ Feðgarnir á Cham Island.Aðsend Aldrei orðið fyrir eins miklu vökvatapi Aðspurður hvernig giggið kom til segir Margeir: „Það var nú bara einhver prómóter hér í Asíu sem fékk veður af komu minni hingað og í kjölfarið bauðst mér að taka þrjú gigg en ég ákvað að þiggja einungis eitt þeirra og ná í leiðinni að halda lítið útgáfuhóf fyrir Asíumarkað. Útgáfudagur nýja lagsins rímaði vel við festivalið á ströndinni í Hoi an sem mér bauðst að taka þátt í, þannig að það má segja að þetta hafi verið skrifað í skýin.“ Hann segir að þetta hafi gengið vonum framar. „Ég hef aldrei orðið fyrir eins miklu vökvatapi við það að spila enda var dansgólfið, sjálfur sandurinn, sjóðandi heitur sem bættist ofan á þessar rúmlega 30 gráður sem hitamælirinn sýndi. Ég þurfti að vinda skyrtuna mína eins og blauta tusku eftir giggið. Það var eins og náttúran sjálf væri að prófa þolmörk mín.“ Auglýsing fyrir áðurnefnt strandpartý.Aðsend Vildi upphaflega ná til unga fólksins Þessi útgáfa Margeirs á sér skemmtilega sögu. „Ég var beðinn um að spila á Prikinu um það leyti sem Channel Orange með Frank Ocean var að koma út, árið 2012 - og eins og flestir vita, þá er Prikið óumdeildur heimavöllur hipphopptónlistar á Íslandi. Þar sem ég kem „straight outta Breiðholt“ þá sá ég fyrir mér að rifja upp alla gömlu taktana sem ég ólst upp við - NWA, Public Enemy, Jungle Brothers, Eric B & Rakom o.s.frv. Þá tjáði goðsögnin Maggi Lego mér að krakkarnir á Prikinu vissu ekkert um þessa gömlu hip hop-tónlist og það heitasta hjá þeim væri áðurnefndur Frank Ocean. Ég sótti því þessa fersku plötu samstundis og kolféll strax fyrir laginu Pink Matter. Þetta var eins og að finna nýja vídd, dýpri undirtón sem talaði til hjartans og sálarinnar. En það er ekki svo auðvelt að fá fólk til að dilla sér við svona ballöðu, þannig að ég kveikti á trommuheilanum, tvöfaldaði hraðann og byrjaði að vinna að endurhljóðblöndun. Þessi umbreyting var eins konar alkemía tónlistar, þar sem rólegir taktarnir urðu að eðalsteini dansgólfsins. Það var síðan nokkrum helgum síðar, þegar ég var bak við spilarana á Kaffibarnum, að útsendari frá bandarísku plötufyrirtæki heyrði mig spila „remixið“ og vildi ólmur gefa það út. Það er óhætt að segja að ég hafi verið þokkalega spenntur fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by DJ Margeir (@djmargeir) Vonir og vonbrigði Þá upphófust langar og strangar samningaviðræður við Universal Music Group, sem ræður yfir katalógnum hjá Frank Ocean. „Þær stóðu yfir í tæplega tvö ár en á endanum náðust ekki samningar. Hér hristust vonir og vonbrigði saman í einum kokteil. En í stað þess að sitja uppi með þann kaleik þá ákvað ég að snúa vörn í sókn, nýta vinnuna sem ég var búinn að leggja í lagið og prófa það sem ábreiðu. Ég flutti það nokkrum sinnum „live“, m.a. á Sónar Reykjavík, Secret Solstice og á Park Life festivalinu í Manchester, en þá með söngkonunni Ásdísi Maríu - sem nú er að gera allt vitlaust í Þýskalandi og víðar. Viðbrögðin sem lagið fékk sannfærðu mig um að ég væri með eitthvað gott í höndunum. Svo nokkrum árum síðar, eftir að ég fann hina fullkomnu söngkonu, Matthildi, þá var rykið dustað af laginu, það tekið á næsta stig og viti menn - nú fögnum við útgáfu þessa fína danslags. Útkoman er því nokkurs konar samruni fortíðar og nútíðar, drauma og raunveruleika,“ segir Margeir og bætir við miklum þökkum til Magga Legó. View this post on Instagram A post shared by DJ Margeir (@djmargeir) Preppar stærsta partý ársins hjá sér Það er ýmislegt spennandi á döfinni en Margeir ætlar þó að reyna að taka gott sumarfrí. „Ég mun reyna að spila sem minnst í júlí og njóta þess í stað íslensks sumars, en svo tekur smá törn við en stærsta partý ársins hjá mér er á Menningarnótt, 24. Ágúst. Ég er kominn ansi langt með að plana hátíðina og get ekki beðið eftir að tilkynna dagskrána sem verður óvenju djúsí þetta árið. Svo er ég með svo mikið af nýrri tónlist í vinnslu, sem ég get ekki beðið eftir að koma frá mér.“ Hér má hlusta á DJ Margeir á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira