Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ragga Gísla og Hips­um­haps á Innipúkanum sem færir sig um set

Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Væb fara í tón­leika­ferð um Evrópu

Bræðurnir í hljómsveitinni Væb hafa tilkynnt um tónleikaferðalag um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Tónleikaferðin hefst í Þrándheimi í Noregi 20. febrúar 2026.

Lífið
Fréttamynd

Quarashi aftur á svið

Íslenska hljómsveitin Quarashi stígur á svið á tónlistarhátíðinni Lopapeysan sem fer fram fyrstu helgina í júlí á Akranesi. Sveitin starfaði í átta ár og lagði upp laupana árið 2004.

Lífið
Fréttamynd

Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaup­manna­höfn

Haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í gær í Tívólíinu í Kaupmannahöfn fjórða árið í röð. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna kom fram á hátíðinni auk þess sem hægt var að fá andlitsmálningu og kaupa ýmsan varning á markaði sem stóð yfir allan daginn.

Lífið
Fréttamynd

Merktur LXS skvísunum fyrir lífs­tíð

„Eins og LXS stelpurnar að ganga frá ykkur,“ syngur rapparinn Birnir í laginu LXS sem er með vinsælustu lögum landsins um þessar mundir. Þar vísar hann í raunveruleikastjörnu- og ofurskvísuhópinn LXS sem eru góðar vinkonur kappans en vináttan var innsigluð með húðflúri síðastliðinn mánudag. 

Lífið
Fréttamynd

Mos Def stað­festur og unnið að fleiri tón­leikum í stað Lóu

Enn er unnið að því að finna nýjar dagsetningar fyrir listamenn sem áttu að koma fram á tónlistarhátíðinni Lóu næstu helgi. Tilkynnt var í gær að hátíðinni hafi verið aflýst. Búið er að staðfesta að (Mos Def) eða Yasiin Bey komi fram á Íslandi þann 9. maí á næsta ári í staðinn.

Lífið
Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast fram­halds­líf

Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til ráð­herra Flokks fólksins, vegna vanda söng­náms

Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti.

Skoðun
Fréttamynd

Sabrina Carpenter gagn­rýnd fyrir að ýta undir hlut­gervingu kvenna

Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter tilkynnti í gær á Instagram að ný plata hennar, Man’s Best Friend, væri væntanleg í lok ágúst. Með tilkynningunni birti hún mynd af plötuumslaginu þar sem hún er á fjórum fótum í svörtum kjól og hælaskóm, og karlmaður heldur í hárið á henni. 

Lífið
Fréttamynd

Eltir draumana og þarf að færa fórnir

„Lagið var samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson sem var að senda frá sér lagið Á leiðinni.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“

„Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride.

Tónlist
Fréttamynd

Pharoahe Monch með De La Soul á Lóu

Troy Jamerson sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pharoahe Monch mun fylgja og koma fram með hljómsveitinni De La Soul á tónlistarhátíðinni Lóu sem fer fram í Laugardal í Reykjavík þann 21. júní.

Lífið
Fréttamynd

War­druna í vanda – þegar dul­úðin náði ekki flugi

Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en það vantaði meiri töfra, meiri dýpt – og ef ég á að segja eins og er, betri söng.

Gagnrýni
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör og Sara keyptu drauma­húsið

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa fest kaup framtíðarheimili þeirra í Hvörfunum í Kópavogi. Sara greindi frá tímamótunum á samfélagsmiðlum á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Orri Harðar­son er allur

Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017.

Innlent
Fréttamynd

Sly Stone er látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sly Stone, sem fór fyrir fönksveitinni Sly and the Family Stone, er látinn, 82 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Keyrði frá Sauð­ár­króki í Garða­bæ fyrir einn gítartíma

„Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið og sé enn eitt af mínum átrúnaðargoðum,“ segir tónlistarmaðurinn Reynir Snær sem notast við listamannsnafnið Creature of Habit. Hann og Ómar Guðjónsson voru að senda frá sér ábreiðu af sögulega laginu Þrek og tár og frumsýna hér tónlistarmyndband.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóð­há­tíð um raunveruleikaþátt Brynjars: „Það er ekkert í boði“

Raftónlistartvíeykið ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og til stóð. Eftir brotthvarf annars meðlimsins hafði hinn uppi háleitar hugmyndir um að finna arftaka hans í raunveruleikaþætti sem fengi að koma með undir nafni sveitarinnar á þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verði af því. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir forsendur samningsins við sveitina brostnar.

Lífið
Fréttamynd

Hélt við konu besta vinar síns

Popparinn Billy Joel reyndi tvívegis að svipta sig lífi eftir að hafa haldið við eiginkonu besta vinar síns, Jon Small þegar þeir voru tvítugir. Í fyrra skiptið féll Joel í margra daga dá og í það seinna bjargaði Small honum.

Lífið