Laufey sendir lekamönnum tóninn Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“ Lífið 6. apríl 2025 11:15
Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Það er eitthvað sérstakt við óperusöngvara. Þeir eru ekki bara listamenn – þeir eru hávaðamenn með diplómu. Þeir mæta inn í herbergi og það fyllist af nærveru, ilmvatni og örlitlum hroka sem festist í loftinu eins og þykkur rjómi. Gagnrýni 5. apríl 2025 07:03
Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Lífið 4. apríl 2025 13:03
Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Einn svakalegasti tónlistarviðburður seinni ára fer fram í N1 höllinni í Reykjavík þann 20. september þegar 80´s og 90´s tónlist mun hljóma í lifandi útsetningu nokkurra frægra erlendra listamanna, innlendra og erlendra plötusnúða og íslensku hljómsveitarinnar Steed Lord með Svölu Björgvins í fararbroddi. Lífið samstarf 4. apríl 2025 10:44
Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku. Lífið 4. apríl 2025 10:00
Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Þakið ætlaði að rifna af Fossvogsskóla í dag þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt. Þriðju og fjórðu bekkingar dönsuðu og sungu hástöfum með laginu og ekki ólíklegt að krakkarnir hafi fengið hlaupasting, sem er einmitt nafnið á laginu. Tónlist 2. apríl 2025 19:21
Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. Lífið 2. apríl 2025 10:51
Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. Tónlist 2. apríl 2025 10:25
Biður drottninguna að blessa heimilið „Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 1. apríl 2025 07:02
Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Árið 2024 var besta rekstrarár frá opnun tónlistarhússins Hörpu. Aldrei hafa jafn margir miðar selst á viðburði. Aðalfundur Hörpu fór fram í dag þar sem uppgjör félagsins var kynnt auk ársskýrslu. Viðskipti innlent 31. mars 2025 22:12
Í skýjunum með að vera fyrstir „Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu,“ segja Væb bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson sem eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision í vor. Strákar stíga fyrstir á svið og segjast í skýjunum með það. Tónlist 31. mars 2025 11:31
VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí. Lífið 31. mars 2025 07:09
Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ KUSK og Óviti gáfu nýverið út „LÆT FRÁ MÉR LÆTI“ sem er fyrsta lagið af komandi breiðskífu þeirra, RÍFAST. Platan markar stökk úr svefnherbergispoppi í taktfasta raftónlist og sækir innblástur í rifrildi fólks. Lífið 30. mars 2025 10:02
Halda tíu tíma maraþontónleika Hljómsveitin Supersport! stendur fyrir maraþonútgáfutónleikum í dag. Haldnir verða tíu tónleikar á tíu klukkutímum. Einn meðlima lofar tíu tímum af tónlistarveislu en verðlaun séu í boði fyrir þann sem situr alla tónleikana. Lífið 29. mars 2025 14:30
„Ástarsorg er best í heimi“ „Það var ömurlegt að vera á ótrúlega dimmum stað. En þetta þroskaði mig svo ótrúlega mikið og ég er þakklát að fá að segja mína sögu í gegnum tónlistina,“ segir hin 25 ára gamla Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt undir listamannsnafninu Alaska 1867. Hún hefur rutt sér til rúms í íslensku tónlistarlífi eftir margra ára undirbúning en fyrsta breiðskífan hennar 222 kom út í febrúar. Lífið 29. mars 2025 07:04
Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin. Lífið 26. mars 2025 07:00
Stefna á að loka skólanum á næsta ári Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum. Innlent 24. mars 2025 20:53
Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Segja má að aukaverkanirnar af tónleikunum á föstudagskvöldið séu þríþættar. Einstaklingar hafa greint frá myrkri framtíðarsýn, eins konar tónlistarútópíu þar sem aðeins orgel ogþungarokk fá að hljóma. Gagnrýni 24. mars 2025 07:17
Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Meðlimir bresku sveitarinnar The Searchers, sem mun vera elsta starfandi popphljómsveit heims, hafa ákveðið að leggja upp laupana. Síðustu tónleikarnir munu fara fram á Glastonbury-hátíðinni í júní næstkomandi. Lífið 22. mars 2025 15:15
Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. Lífið 22. mars 2025 11:03
Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa við Austurvöll í gærkvöldi. Kynnar kvöldsins voru útvarpsmennirnir Egill Ploder Ottósson og Ríkharð G. Óskarsson. Lífið 21. mars 2025 13:52
Björk á forsíðu National Geographic „Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. Lífið 21. mars 2025 11:19
Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Hlustendaverðlaunin 2025 voru haldin með pompi og prakt á Nasa í gærkvöldi og þar kom landslið tónlistarmanna fram. Fluttir voru sjóðheitir hittarar í bland við glæný en líka klassísk lög sem fyrir löngu hafa stimplað sig inn í hjörtum landsmanna. Lífið 21. mars 2025 09:07
Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Ein bjartasta von Íslands í tónlistarheiminum Kári Egilsson gefur í dag út sína aðra plötu, plötuna My Static World. Hann segir að á plötunni sé að finna ögn nútímalegri hljóðheim en hann hafi áður verið þekktur fyrir. Tónlist 21. mars 2025 07:00
Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins. Lífið 20. mars 2025 22:46
Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hlustendaverðlaunin 2025 fara fram á Nasa við Austurvöll í kvöld og verður margt um dýrðir og mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Um er að ræða tólfta skiptið sem hátíðin fer fram. Lífið 20. mars 2025 18:02
Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag „Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ segir tónlistarmaðurinn Birnir en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 20. mars 2025 07:01
Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin hljóp sitt fyrsta maraþon í Los Angeles um helgina. Í hlaupinu klæddist hann bleiku setti og hvítum hlaupaskóm, sem pössuðu fullkomlega við hið sólríka umhverfi. Lífið 18. mars 2025 16:02
Varð að fara gubbandi í Herjólf GDRN þurfti að svara ýmsum óþægilegum spurningum frá Andra Björns útvarpsmanni á FM957 í Víkinni. Hún segir meðal annars frá degi þar sem hún tók þrjú gigg sama daginn, eitt þeirra í Eyjum þannig að tónlistarkonan varð að fara gubbandi í Herjólf. Tónlist 18. mars 2025 15:00
Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Lífið 18. mars 2025 14:33
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp