

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

BDSM úr sögunni á Akureyri
Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum.

Ertu í góðu sambandi?
Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu - heldur fjarskiptasamband.

Valdaseta byggð á vondu lýðræði
Ég skrifaði grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem ég benti á hvernig mörg ákvæði íslenskra kosningalaga hygla stærri flokkum.

Guðmundur Ingi óánægður með Jón
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag.

Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi
Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.

Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu
Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum.

„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu.

Búið að mynda meirihluta í Mosfellsbæ
Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Mosfellsbæ.

Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja.

Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu
Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis.

Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist
Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni.

Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík.

Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð
Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn.

Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna.

Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG
Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast.

Skólaheilsugæsla, aukin samvinna í þágu farsældar barna
Skólaheilsugæslu í reykvískum grunnskólum er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Reglulega kemur fram umræða í samfélaginu um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn.

Bjarni vill frekar kvöldstund með Ingó Veðurguð en Gunnari Smára
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kveðst frekar myndu vilja verja kvöldstund með söngvaranum Ingólfi Þórarinssyni Veðurguð en Gunnari Smára Egilssyni sósíalista.

Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum
Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í.

Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar.

Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri
Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga.

Meirihlutaviðræður í Kópavogi á lokametrunum
Meirihlutaviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi eru á lokametrunum. Flokkarnir vonast til þess að hægt verði að greina frá hvernig línur liggja í þessari viku.

Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn.

Tíðinda að vænta á Akranesi á morgun
Tíðinda er að vænta af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi á morgun. Þetta segir Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akranesi, í samtali við fréttastofu.

Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.

Hefur áhyggjur af því hvort ný farsóttanefnd verði á faglegum nótum
Fráfarandi sóttvarnalæknir lýsir áhyggjum af því að fulltrúa í nýrri farsóttanefnd skorti sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög spyr hann hvort ráðleggingar slíkrar nefndar verði faglegar þegar aðeins einn faglegur fulltrúi á sæti í henni.

Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun
Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun.

Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Óskynsamlegt að gera kröfu um borgarstjórastólinn þrátt fyrir ákall grasrótarinnar
Grasrót Framsóknarflokksins í Reykjavík kallar eftir því að gerð verði skýlaus krafa borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Einar Oddviti Framsóknar telur þó óskynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast.

Fulltrúar Framsóknar fengu umboð til að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa
Fundi Framsóknarfólks í Reykjavík um stöðu mála í borgarpólitíkinni er lokið. Oddviti flokksins segir borgarfulltrúa Framsóknar hafa viljað heyra hljóðið í grasrótinni, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Flokkurinn hafi þó skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji.