Aukinn stuðningur við ESB og NATO Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Skoðun 10. apríl 2025 19:00
Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis. Menning 10. apríl 2025 18:41
Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs, samþykktu í dag tillögu ríkisins um að ganga að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Samkvæmt tillögunni slær ríkið lán upp á um 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 18:15
Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt reiknivél til að sýna áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts. Neytendur 10. apríl 2025 16:55
Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Alma Möller, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Íslands. Breytingin er sögð í samræmi við stefnu stjórnvalda um að einfalda yfirstjórn stofnana og hagræða í ríkisrekstri. Innlent 10. apríl 2025 15:48
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. Innlent 10. apríl 2025 14:54
Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. Innlent 10. apríl 2025 13:14
Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Skoðun 10. apríl 2025 13:00
Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 12:50
Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. Innlent 10. apríl 2025 12:01
Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Skoðun 10. apríl 2025 12:00
Hvernig er veðrið þarna uppi? Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Skoðun 10. apríl 2025 11:45
Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Skoðun 10. apríl 2025 10:33
Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Skoðun 10. apríl 2025 08:30
Ofþétting byggðar í Breiðholti? Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Skoðun 10. apríl 2025 08:03
Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Skoðun 10. apríl 2025 07:31
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 07:01
Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma. Innlent 10. apríl 2025 06:43
Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd. Nú hefur RÚV, endurtekið, upplýst um illa meðferð blóðmera og visir.is fylgt þeirri frétt eftir. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd og menntað mig í henni. Skoðun 9. apríl 2025 23:32
„Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna standa fyrir málþófi til að hindra að þingmál komist til nefnda fyrir páska. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir þingið í nefndum Innlent 9. apríl 2025 22:04
„Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma. Innlent 9. apríl 2025 20:12
Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð. Skoðun 9. apríl 2025 19:31
Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur. Innlent 9. apríl 2025 15:11
ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 12:41
Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur í dag sent Íslandi formlegt áminningarbréf þar sem farið er fram á að stjórnvöld leiðrétti ranga tollflokkun á osti með viðbættri jurtaolíu, þar sem hún hamlar frjálsu flæði vara. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 12:33
Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti. Innlent 9. apríl 2025 12:03
(Ó)merkilegir íbúar Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Skoðun 9. apríl 2025 11:32
Vangaveltur um ábyrgð og laun Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Skoðun 9. apríl 2025 10:32
Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðir til þess að mæta launahækkunum kennara í gærkvöldi. Laun kjörinna fulltrúa verða meðal annars lækkuð, opnunartími í sundlaugar verður skertur og sumarstörfum fækkar. Innlent 9. apríl 2025 08:56
Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Stærstur hluti ríkisstyrkja og ívilnana til rafbílakaupa hefur farið til tekjuhæsta hóps samfélagsins undanfarin ár. Dreifingin breyttist ekki eftir að beinir styrkir voru teknir upp í stað ívilnana í fyrra. Unnið er að endurskoðun á styrkjunum til þess að gera orkuskipti í samgöngum réttlátari. Innlent 9. apríl 2025 07:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent