Það þarf að ganga í verkin! Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma. Skoðun 28. mars 2023 15:01
Tvöfalt Ísland Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Skoðun 27. mars 2023 17:01
Aðhald í þágu almennings Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Skoðun 26. mars 2023 14:30
Fáum peningana aftur heim Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun. Skoðun 26. mars 2023 10:00
Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir. Skoðun 24. mars 2023 08:02
Einkavæðing hrognkelsa/grásleppu Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Skoðun 24. mars 2023 07:30
Taugaveiklun í Seðlabankanum Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Skoðun 23. mars 2023 07:30
Galnir vextir á verðbólgutímum Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Skoðun 22. mars 2023 10:30
Hafa foreldrar verið spurðir? Á biðlista eftir fyrstu og frekari þjónustu eru nú 2430 börn samkvæmt upplýsingum á tölfræðivef Reykjavíkurborgar. Einna helst er beðið eftir þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Árið 2018 þegar hóf störf sem borgarfulltrúi voru 400 börn á þessum sama biðlista. Skoðun 21. mars 2023 15:31
„Skrípaleikur“ Sigmars Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ Skoðun 18. mars 2023 07:00
Dólgslega góð Samfylking Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Skoðun 16. mars 2023 19:01
Orkuleysi og kyrrstaða Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Skoðun 16. mars 2023 09:00
Brúar dómsmálaráðherra bilið? Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Skoðun 16. mars 2023 07:30
Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skoðun 15. mars 2023 10:00
Metnaðarfull húsnæðisáætlun í Hafnarfirði Húsnæðisáætlun 2023 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 1. mars sl. Um er að ræða afar metnaðarfulla áætlun, mesta uppbyggingarskeið í sögu Hafnarfjarðar er hafið. Skoðun 15. mars 2023 09:00
Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Skoðun 14. mars 2023 11:00
Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í VR Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Skoðun 13. mars 2023 10:30
Rykið dustað af gömlum ESB greinum Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Skoðun 13. mars 2023 07:30
Hvað þýðir Þjóðarsátt? Í liðnum Alþingiskosningum og þeim þarsíðustu, og öllum þar á undan, kepptust stjórnmálaflokkarnir um hylli kjósenda með gylliboðum um sátt og aðgerðir í flestum málaflokkum, sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Skoðun 11. mars 2023 12:01
Óli Björn boðar óbreytt ástand Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein1. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Skoðun 10. mars 2023 10:01
Að anda í bréfpoka Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Skoðun 10. mars 2023 07:00
Milljón íbúða verkefnið Besta vopnið gegn verðbólgu og háum vöxtum er langtíma stöðugleiki á húsnæðismarkaði. Skoðun 9. mars 2023 20:30
Þjóðarsátt um okurvexti? Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Skoðun 8. mars 2023 21:00
Jafnrétti – bara ekki fyrir allar Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Skoðun 8. mars 2023 13:00
Hengilás fyrir forseta Alþingis Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Skoðun 8. mars 2023 10:01
Um „rógburð“ og „ærumeiðingar“ Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Skoðun 7. mars 2023 20:01
Bannað að spyrja um eignasölu Bjarna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Skoðun 7. mars 2023 15:01
Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Skoðun 7. mars 2023 10:00
Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. Skoðun 6. mars 2023 19:01
VR eða VG? Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars. Skoðun 5. mars 2023 16:01
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun