Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson og Gunnar Sær Ragnarsson skrifa 18. nóvember 2024 11:32 Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun