Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 22:34 Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun