Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar 15. nóvember 2024 15:01 Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun