Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar 15. nóvember 2024 15:01 Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun