Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Viljum vera ofar í töflunni

    Jónatan Magnússon, þjálfari KA var að vonum ánæðgur með sína menn eftir tveggja marka sigur á Gróttu í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 31-29.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KA - Grótta 31-29 | Heimasigur í spennandi leik

    KA vann góðan tveggja marka sigur á Gróttu í hörkuleik er liðin mættust í Olís-deild karla á Akureyri í dag, lokatölur 31-29 heimamönnum í vil. Leikurinn var liður í 11. umferð Olís. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið þrjá leiki í deild og voru í 9. og 10. sæti deildarinnar og því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í tvö stigin sem í boði voru til að halda í við liðin fyrir ofan sig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sterkur sigur Selfyssinga á Hlíðarenda

    Selfyssingar unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið heimsótti Val í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-28, en tapið þýðir að Valsmönnum mistókst að nálgast topplið deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani

    Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól?

    Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap“

    „Annað hvort kallar brotið á tveggja mínútna brottvísun eða rautt spjald. Þú getur ekki dæmt það út frá því hvort að leikmaðurinn meiddi sig eða ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson í heitum umræðum í Seinni bylgjunni um rauð spjöld í Olís-deild karla í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Áhorfendur geta mætt á Hafnarfjarðarslaginn

    Það ræðst á morgun hvort það verða hvít eða rauð jól í Hafnarfirði, þegar FH og Haukar mætast í sannkölluðum toppslag í Olís-deild karla í handbolta. Áhorfendur geta mætt framvísi þeir neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.

    Handbolti