„Kári var að atast í mér í sextíu mínútur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 18:45 Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar í Val nutu sín í botn síðast þegar þeir mættu ÍBV á Hlíðarenda en töpuðu svo í Eyjum. vísir/Hulda Margrét Það verður heitt í kolunum á Hlíðarenda í kvöld þegar einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla heldur áfram. Einar Þorsteinn Ólafsson er að kveðja Olís-deildina í handbolta til að hefja atvinnumannsferilinn en fyrst ætlar hann að verða Íslandsmeistari með því að vinna ÍBV. Einar og félagar í Val ætla sér sigur í þriðja leik einvígisins, á Hlíðarenda í kvöld klukkan 19.30. Þessi efnilegi og góði varnarmaður settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Seinni bylgjunnar, og viðtalið allt má sjá á Stöð 2 Sport fyrir leik. Klippa: Einar Þorsteinn um rimmuna við ÍBV Valur hafði algjöra yfirburði í fyrsta leik einvígisins en ÍBV vann mikinn seiglusigur í Eyjum á sunnudaginn og jafnaði metin í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Reyna að láta leikinn ekki æsa sig upp Valsmenn töpuðu boltanum óvenju oft í Eyjum og Einar tekur undir að það megi ekki gerast aftur: „Í hita leiksins gerast svona hlutir. Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] var búinn að segja, og strákarnir, að það sem vinnur seríuna er að hafa ekki svona marga tapaða bolta. Við töpuðum leiknum líklega út af því og við ætlum að gera mikið betur næst. Reyna að láta leikinn ekki æsa okkur upp,“ sagði Einar. Hann var ekki sammála því að það hefði frekar verið þannig að Valsmenn hefðu tapað leiknum en að Eyjamenn hefðu unnið hann. „Eyjamenn voru rosalega góðir. Kári [Kristján Kristjánsson] var frábær, að atast í mér í sextíu mínútur, og það er alvöru verkefni að dekka „basicið“ þeirra. Skotin þeirra voru flott. En við vorum yfir og töpuðum því,“ sagði Einar. Nánar er rætt við Einar í upphitun Seinni bylgjunnar sem hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst í beinni útsendingu klukkan 19:30. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Einar Þorsteinn Ólafsson er að kveðja Olís-deildina í handbolta til að hefja atvinnumannsferilinn en fyrst ætlar hann að verða Íslandsmeistari með því að vinna ÍBV. Einar og félagar í Val ætla sér sigur í þriðja leik einvígisins, á Hlíðarenda í kvöld klukkan 19.30. Þessi efnilegi og góði varnarmaður settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Seinni bylgjunnar, og viðtalið allt má sjá á Stöð 2 Sport fyrir leik. Klippa: Einar Þorsteinn um rimmuna við ÍBV Valur hafði algjöra yfirburði í fyrsta leik einvígisins en ÍBV vann mikinn seiglusigur í Eyjum á sunnudaginn og jafnaði metin í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Reyna að láta leikinn ekki æsa sig upp Valsmenn töpuðu boltanum óvenju oft í Eyjum og Einar tekur undir að það megi ekki gerast aftur: „Í hita leiksins gerast svona hlutir. Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] var búinn að segja, og strákarnir, að það sem vinnur seríuna er að hafa ekki svona marga tapaða bolta. Við töpuðum leiknum líklega út af því og við ætlum að gera mikið betur næst. Reyna að láta leikinn ekki æsa okkur upp,“ sagði Einar. Hann var ekki sammála því að það hefði frekar verið þannig að Valsmenn hefðu tapað leiknum en að Eyjamenn hefðu unnið hann. „Eyjamenn voru rosalega góðir. Kári [Kristján Kristjánsson] var frábær, að atast í mér í sextíu mínútur, og það er alvöru verkefni að dekka „basicið“ þeirra. Skotin þeirra voru flott. En við vorum yfir og töpuðum því,“ sagði Einar. Nánar er rætt við Einar í upphitun Seinni bylgjunnar sem hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst í beinni útsendingu klukkan 19:30.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira