„Kári var að atast í mér í sextíu mínútur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 18:45 Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar í Val nutu sín í botn síðast þegar þeir mættu ÍBV á Hlíðarenda en töpuðu svo í Eyjum. vísir/Hulda Margrét Það verður heitt í kolunum á Hlíðarenda í kvöld þegar einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla heldur áfram. Einar Þorsteinn Ólafsson er að kveðja Olís-deildina í handbolta til að hefja atvinnumannsferilinn en fyrst ætlar hann að verða Íslandsmeistari með því að vinna ÍBV. Einar og félagar í Val ætla sér sigur í þriðja leik einvígisins, á Hlíðarenda í kvöld klukkan 19.30. Þessi efnilegi og góði varnarmaður settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Seinni bylgjunnar, og viðtalið allt má sjá á Stöð 2 Sport fyrir leik. Klippa: Einar Þorsteinn um rimmuna við ÍBV Valur hafði algjöra yfirburði í fyrsta leik einvígisins en ÍBV vann mikinn seiglusigur í Eyjum á sunnudaginn og jafnaði metin í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Reyna að láta leikinn ekki æsa sig upp Valsmenn töpuðu boltanum óvenju oft í Eyjum og Einar tekur undir að það megi ekki gerast aftur: „Í hita leiksins gerast svona hlutir. Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] var búinn að segja, og strákarnir, að það sem vinnur seríuna er að hafa ekki svona marga tapaða bolta. Við töpuðum leiknum líklega út af því og við ætlum að gera mikið betur næst. Reyna að láta leikinn ekki æsa okkur upp,“ sagði Einar. Hann var ekki sammála því að það hefði frekar verið þannig að Valsmenn hefðu tapað leiknum en að Eyjamenn hefðu unnið hann. „Eyjamenn voru rosalega góðir. Kári [Kristján Kristjánsson] var frábær, að atast í mér í sextíu mínútur, og það er alvöru verkefni að dekka „basicið“ þeirra. Skotin þeirra voru flott. En við vorum yfir og töpuðum því,“ sagði Einar. Nánar er rætt við Einar í upphitun Seinni bylgjunnar sem hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst í beinni útsendingu klukkan 19:30. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Einar Þorsteinn Ólafsson er að kveðja Olís-deildina í handbolta til að hefja atvinnumannsferilinn en fyrst ætlar hann að verða Íslandsmeistari með því að vinna ÍBV. Einar og félagar í Val ætla sér sigur í þriðja leik einvígisins, á Hlíðarenda í kvöld klukkan 19.30. Þessi efnilegi og góði varnarmaður settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Seinni bylgjunnar, og viðtalið allt má sjá á Stöð 2 Sport fyrir leik. Klippa: Einar Þorsteinn um rimmuna við ÍBV Valur hafði algjöra yfirburði í fyrsta leik einvígisins en ÍBV vann mikinn seiglusigur í Eyjum á sunnudaginn og jafnaði metin í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Reyna að láta leikinn ekki æsa sig upp Valsmenn töpuðu boltanum óvenju oft í Eyjum og Einar tekur undir að það megi ekki gerast aftur: „Í hita leiksins gerast svona hlutir. Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] var búinn að segja, og strákarnir, að það sem vinnur seríuna er að hafa ekki svona marga tapaða bolta. Við töpuðum leiknum líklega út af því og við ætlum að gera mikið betur næst. Reyna að láta leikinn ekki æsa okkur upp,“ sagði Einar. Hann var ekki sammála því að það hefði frekar verið þannig að Valsmenn hefðu tapað leiknum en að Eyjamenn hefðu unnið hann. „Eyjamenn voru rosalega góðir. Kári [Kristján Kristjánsson] var frábær, að atast í mér í sextíu mínútur, og það er alvöru verkefni að dekka „basicið“ þeirra. Skotin þeirra voru flott. En við vorum yfir og töpuðum því,“ sagði Einar. Nánar er rætt við Einar í upphitun Seinni bylgjunnar sem hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst í beinni útsendingu klukkan 19:30.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira