Tinder-notendur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn afsláttur Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim. Viðskipti innlent 10. apríl 2024 10:38
Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent. Viðskipti innlent 4. apríl 2024 10:07
Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. Neytendur 2. apríl 2024 14:33
Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. Innlent 29. mars 2024 13:51
Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. Neytendur 29. mars 2024 08:01
Hvað er opið um páskana? Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Neytendur 28. mars 2024 15:41
Páskaeggin frá Nóa Síríus vinsælust Páskaegg frá súkkulaðiframleiðandanum Nóa Síríus eru í uppáhaldi flestra landsmanna samkvæmt nýrri könnun Prósent. Næst á eftir koma páskaegg frá Freyju og síðan Góu. Neytendur 28. mars 2024 08:51
Stjörnugrís sektaður fyrir íslenskan fána Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni. Neytendur 27. mars 2024 15:19
Súkkulaði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu. Neytendur 26. mars 2024 17:41
Verðbólga eykst á ný Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina. Viðskipti innlent 26. mars 2024 09:13
Bónus, Extra og Heimkaup oftast með lægsta verðið á páskaeggjum Verð hafa færst lítillega niður á páskaeggjum í hægvinnu verðstríði undanfarnar tvær vikur. Bónus, Extra og Heimkaup eru oftast með lægsta verðið en Bónus, Krónan og Kjörbúðin með lægsta meðalverðið á páskaeggjum. Neytendur 26. mars 2024 08:26
Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 25. mars 2024 08:41
Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. Innlent 24. mars 2024 16:43
Fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði leiki nú lausum hala Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vekur athygli á því að frumvarp matvælaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær af þingmönnum ríkisstjórnarinnar auk Miðflokksins komi fjölmörgum stórfyrirtækjum ansi hreint vel. Nýju lögin komi ekki aðeins sláturhúsum á barmi gjaldþrots til bjargar. Hann er gagnrýninn á nýsamþykkt lög. Neytendur 22. mars 2024 10:08
Fólk sæki bætur sjálft til að sleppa við „blóðuga“ þóknun Neytendasamtökin hvetja fólk sem lendir í því að flugferðum þess er seinkað eða aflýst að sækja um bætur sjálft frekar en að leita aðstoðar bótafyrirtækja sem taka háa þóknun. Það sé auðvelt að fylla út eyðublöð á vefsíðum flugfélaga. Neytendur 22. mars 2024 07:01
Gapandi yfir gjörbreyttu frumvarpi og varar við því Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir. Neytendur 21. mars 2024 14:13
Breytingarnar séu stórhættulegar og á kostnað launafólks Alþýðusamband Íslands telur með öllu óviðunandi að stjórnvöld stefni beinlínis að því að skerða kjör launafólks og neytenda með stórhættulegum breytingum á búvörulögum. Jafnframt er vakin athygli á að sú hringamyndun og verðstýring sem stefnt er að með frumvarpinu vinnur beinlínis gegn nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Neytendur 21. mars 2024 11:53
Dældu skemmdri díselolíu á bíla sína Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini. Neytendur 21. mars 2024 11:20
Vara eindregið við frumvarpi sem leiði til verðbólgu VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Neytendur 21. mars 2024 09:09
Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. Neytendur 20. mars 2024 10:22
Hjónum fjölgar hjá umboðsmanni skuldara Einstaklingum sem leita aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fer fjölgandi. Umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað og eru orðnir stærsti hópur umsækjenda, þegar litið er til atvinnustöðu. Þá sækja hjón og sambúðafólk í auknum mæli um aðstoð. Innlent 19. mars 2024 09:26
Náðu markmiðinu og seldu rúmar 100 þúsund bækur Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli í Reykjavík lauk á sunnudagskvöld og fór svo á endanum að sölumarkmið framkvæmdastjórann náðist. Hundrað þúsund bækur seldust. Viðskipti innlent 19. mars 2024 08:19
Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. Innlent 18. mars 2024 11:25
Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. Neytendur 16. mars 2024 11:22
Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. Innlent 16. mars 2024 06:01
Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. Innlent 15. mars 2024 20:33
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn kynnti í dag að bankinn muni lækka vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti. Munu fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig. Hið sama á við fasta vexti til fimm ára. Neytendur 15. mars 2024 17:38
Segir lesskilningi fara hrakandi og baunar á formanninn Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook. Innlent 15. mars 2024 14:49
Spá því að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars. Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag. Viðskipti innlent 14. mars 2024 16:54
„We lost your keys“ Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. Innlent 14. mars 2024 11:21