Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2025 21:26 Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Einar Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira