Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Rukkað því fólk hékk í rennunni

Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­sáttur við gjald­töku yfir nýja Ölfus­ár­brú

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Skattar á á­fengi hæstir á Ís­landi

Álagning á áfengi er mest á Íslandi miðað við Norðurlöndin og ríki Evrópusambandsins. Þetta sýnir ný úttekt viðskiptaráðs sem hvetur ríkið til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Ráðið telur slíka neyslustýringu koma verst niður á þeim sem misnota áfengi og að tímabært sé að leggja ÁTVR niður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Morgun­blaðið skammað fyrir að birta ó­vart lítið merki

Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu.

Neytendur
Fréttamynd

Stytta skammar­krókinn til muna

Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar.

Neytendur
Fréttamynd

Á­kvörðun tekin án sam­ráðs við nokkurn nema MS og Bænda­samtökin

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið

Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. 

Neytendur
Fréttamynd

Á­fastir tappar dragi úr lífs­vilja

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Neytendur
Fréttamynd

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Neytendur
Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyt­endur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka

Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn sé að efla er­lenda mjólkur­fram­leiðslu

Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­runinn geti skilað auknum sparnaði til neyt­enda

Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart.

Viðskipti innlent