LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins. Körfubolti 23. maí 2024 08:30
Celtics unnu fyrsta leik í framlengingu Boston Celtics unnu 133-128 eftir framlengingu gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígis austurdeildarinnar. Körfubolti 22. maí 2024 07:31
Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Körfubolti 22. maí 2024 07:00
Wembanyama fylgir í fótspor goðsagna Victor Wembanyama og Chet Holmgren hlutu einróma kosningu í úrvalslið nýliða í NBA deildinni. Wembanyama er á góðri leið með að leika eftir árangur sem aðeins tveir menn í sögu NBA hafa náð. Körfubolti 21. maí 2024 09:30
Meistararnir úr leik eftir stærstu endurkomu sögunnar Minnesota Timberwolves komst í nótt í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA þegar liðið vann útisigur á meisturum Denver Nuggets í hreinum úrslitaleik í einvígi liðanna. Körfubolti 20. maí 2024 08:30
Indiana Pacers í úrslit Austurdeildarinnar eftir sigur í oddaleik Indiana Pacers tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með 21 stigs sigrri gegn New York Knicks í oddaleik, 109-130. Körfubolti 19. maí 2024 23:00
Dallas komið í úrslit Vestursins Dallas Mavericks er komið í úrslit Vesturdeildar NBA í annað sinn á þremur árum eftir sigur á Oklahoma City Thunder, 117-116, í nótt. Dallas vann einvígið, 4-2. Körfubolti 19. maí 2024 09:30
Indiana svaraði fyrir og knúði fram oddaleik Indiana Pacers knúði fram oddaleik í einvíginu gegn New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildar NBA með sigri í sjötta leik liðanna, 116-103. Körfubolti 18. maí 2024 09:30
Stærsta tap meistara í sögu úrslitakeppninnar Með bakið upp við vegginn fræga vann Minnesota Timberwolves 45 stiga sigur á Denver Nuggets, 115-70, í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Staðan í einvíginu er 3-3 og úrslit þess ráðast í oddaleik. Körfubolti 17. maí 2024 09:31
Doncic rankaði við sér og Dallas einum sigri frá úrslitum Vestursins Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA. Körfubolti 16. maí 2024 08:31
Einbeitir sér að því að komast í NBA frekar en að spila með pabba sínum Bronny James, sonur körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, segist aldrei hafa leitt hugann að því að spila í sama liði og pabbi sinn. Hann einbeiti sér frekar að því að komast í NBA-deildina. Körfubolti 16. maí 2024 07:00
Coach K aðstoðar Lakers í þjálfaraleit Mike Krzyzewski, betur þekktur sem Coach K, aðstoðar Los Angeles Lakers í leit sinni að nýjum aðalþjálfara. Körfubolti 15. maí 2024 13:00
Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína. Körfubolti 15. maí 2024 08:32
Hvað var LeBron að gera í Cleveland? LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar. Körfubolti 14. maí 2024 23:31
Þruman jafnaði með góðum endaspretti og Boston einum sigri frá úrslitum Austursins Oklahoma City Thunder jafnaði metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri í fjórða leik liðanna í nótt, 96-100. Staðan í einvíginu er 2-2. Körfubolti 14. maí 2024 09:30
Murray með ótrúlega flautukörfu fyrir aftan miðju er Denver jafnaði Jamal Murray skoraði magnaða flautukörfu fyrir aftan miðju þegar Denver Nuggets sigraði Minnesota Timberwolves, 115-107, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Staðan í einvíginu er 2-2. Körfubolti 13. maí 2024 08:31
Atlanta Hawks fá fyrsta valrétt í nýliðavalinu Það verða Atlanta Hawks sem fá fyrsta valrétt í nýliðavali NBA þetta árið þrátt fyrir að hafa aðeins átt þrjú prósent möguleika á fyrsta valrétti. Körfubolti 13. maí 2024 07:02
Indiana Pacers jöfnuðu einvígið gegn Knicks Allt er orðið jafnt í einvígi Indiana Pacers og New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni eftir yfirburðasigur heimamanna í Pacers í kvöld, 89-121. Körfubolti 12. maí 2024 22:32
Hávær kynlífshljóð trufluðu Doncic Stutt hlé varð á blaðamannafundi körfuboltastjörnunnar Luka Doncic í fyrrakvöld vegna þess að háværar stunur fóru að heyrast í hátölurunum. Doncic var þó fljótur að slá á létta strengi. Körfubolti 11. maí 2024 10:21
Sá besti ekki búinn að segja sitt síðasta orð Nikola Jokic var í aðalhlutverki þegar meistarar Denver Nuggets náðu sínum fyrsta sigri í einvíginu við Minnesota Timberwolves með 117-90 sigri í nótt. Indiana Pacers minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við New York Knicks. Körfubolti 11. maí 2024 09:28
„Big Baby“ dæmdur í fangelsi Fyrrum NBA leikmaðurinn Glen Davis var í gær dæmdur í fjörutíu mánaða fangelsi af alríkisdómara fyrir að reyna að svíkja pening út úr heilbrigðisbótakerfi NBA deildarinnar. Körfubolti 10. maí 2024 13:00
Haltrandi Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs og Boston tapaði Það er allt jafnt í tveimur undanúrslitaeinvígum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir að Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers unnu bæði útisigra í nótt. Körfubolti 10. maí 2024 06:31
Beverley í fjögurra leikja bann Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af NBA deildinni en hann kastaði bolta í áhorfanda þegar lið hans tapaði gegn Indiana Pacers þann 2. maí. Körfubolti 9. maí 2024 23:16
Eiginkona Jokic í hjartnæmu myndbandi um þann besta Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var í gær útnefndur verðmætasti leikmaður (e. MVP) NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn og er kominn í hóp með Larry Bird og Magic Johnson. Körfubolti 9. maí 2024 09:31
Fékk yfirburðarkosningu sem varnarmaður ársins Frakkinn Rudy Gobert jafnaði met í NBA deildinni í körfubolta þegar hann var kjörinn besti varnarmaður deildarinnar í fjórða skiptið á ferlinum. Körfubolti 8. maí 2024 13:01
Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Körfubolti 8. maí 2024 11:00
OKC áfram taplaust og Boston byrjar vel Boston Celtics og Oklahoma City Thunder byrjuðu bæði mjög vel í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. maí 2024 07:20
Kosinn nýliði ársins með fullu húsi Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama hjá San Antonio Spurs var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni með fullu húsi stiga. Körfubolti 7. maí 2024 12:00
Riley sagði Butler að halda kjafti og lofaði honum ekki nýjum samningi Pat Riley, forseti Miami Heat, gaf Jimmy Butler engan afslátt á blaðamannafundi í gær, sagði að hann ætti að loka þverrifunni á sér og yrði spila meira ef hann vildi fá nýjan samning hjá félaginu. Körfubolti 7. maí 2024 11:00
Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Körfubolti 7. maí 2024 07:30