Körfubolti

Mætti á blaða­manna­fund með börn látins bróður síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Gordon með tvo litla frænda sér við hlið á blaðamannafundinum eftir leik.
Aaron Gordon með tvo litla frænda sér við hlið á blaðamannafundinum eftir leik. @nuggets

Aaron Gordon var hetja Denver Nuggets í sigrinum á Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA.

Nikola Jokic var rosalegur í leiknum með 42 stig og 22 fráköst í 121-119 sigri en það var Gordon sem setti niður stærsta skot leiksins.

Gordon setti niður þriggja stiga skot fjórum sekúndum fyrir leikslok sem kórónaði endurkomu Denver og dýrmætan sigur á útivelli í leik eitt. OKC var 104-95 yfir þegar aðeins sjö mínútur voru eftir en Denver kom til baka.

Gordon endaði leikinn með 22 stig, 14 fráköst og þrjá þrista. Hann tók sjö af fráköstum sínum í sókn.

Eftir leikinn mætti Gordon og blaðamannafund eins og vaninn er hjá stærstu stjörnum leikjanna.

Það vakti aftur á móti mikla athygli að hann mætti fyrir framan fjölmiðlamennina með tvö börn. Þetta voru þó ekki hans eigin börn.

Drew Gordon, eldri bróðir Aarons, lést í bílslysi í fyrra og skildi eftir sig tvö ung börn.

Aaron hefur verið föðurímynd fyrir þau bæði síðan slysið hryllilega varð og þau fengu því að sitja hjá frænda sínum á fundinum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum eftir leikinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×