Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 08:32 Jalen Brunson og félagar í New York Knicks eru komnir í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics og næstu tveir leikir eru á þeirra heimavelli, Madison Square Garden. getty/Maddie Meyer Öllum að óvörum er New York Knicks komið í 2-0 í einvíginu gegn meisturum Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestanmegin sýndi Oklahoma City Thunder styrk sinn gegn Denver Nuggets. Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta. NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta.
NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira