Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 07:32 Indiana Pacers fögnuðu hádramatískum endurkomusigri gegn Cleveland Cavaliers í gærkvöld. Getty/Jason Miller Indiana Pacers eru komnir í 2-0 í einvíginu við Cleveland Cavaliers sem enduðu á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar, eftir þriggja stiga sigurkörfu Tyrese Haliburton. Golden State Warriors misstu Stephen Curry meiddan af velli í sigri á Minnesota Timberwolves. Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20. NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20.
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira