Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Sport 16. maí 2006 08:00
Cleveland - Detroit í beinni á NBA TV Fjórði leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons verður sýndur beint á NBA TV klukkan 23 í kvöld. Detroit hefur yfir 2-1 í einvíginu eftir að hafa tapað síðasta leik og LeBron James og félagar munu því tjalda öllu til að jafna metin á heimavelli sínum í kvöld. Sport 15. maí 2006 18:45
Sam Cassell kláraði Phoenix Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Sport 15. maí 2006 13:00
Miami komið í þægilega stöðu Miami Heat lagði New Jersey 102-92 í fjórða leik liðanna í nótt og er þar með komið yfir 3-1 í einvíginu í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dwayne Wade fór að venju á kostum í liði Miami, en það voru minni spámenn á borð við Antonie Walker og Udonis Haslem sem riðu baggamuninn í nótt. Sport 15. maí 2006 12:15
Larry Brown rekinn frá New York? Heimildarmaður dagblaðsins New York Daily News greindi frá því um helgina að stjórnarformaður New York Knicks væri alvarlega að hugsa um að kaupa upp samning þjálfarans Larry Brown og láta hann fara frá félaginu. Sport 15. maí 2006 07:45
New Jersey - Miami á Sýn Fjórði leikur New Jersey Nets og Miami Heat verður sýndur á Sýn í kvöld um klukkan 22:30. Miami hefur yfir 2-1 í einvíginu og getur komist í þægilega stöðu með sigri í New Jersey í kvöld. Klukkan tólf á miðnætti er svo fjórði leikur LA Clippers og Phoenix Suns sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sport 14. maí 2006 21:10
Dallas komið í vænlega stöðu Dallas Mavericks hefur náð 2-1 forystu í einvígi sínu við meistara San Antonio í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í gær vann liðið 105-104 í æsispennandi leik og næsti leikur fer einnig fram á heimavelli Dallas. Sport 14. maí 2006 14:51
Cleveland lagði Detroit Cleveland Cavaliers lagði Detroit Pistons 86-77 í nótt og minnkaði munninn í 2-1 í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James skoraði 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhluta og hirti auk þess 10 fráköst og var með 10 stoðsendingar. Rip Hamilton var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig. Sport 14. maí 2006 14:47
Körfuboltaveisla um helgina á Sýn og NBA TV Það verður að venju mikið um dýrðir í NBA körfuboltanum um helgina og hægt verður að fylgjast með fjölda leikjanna á Sýn og NBA TV, en báðir leikir kvöldsins verða til að mynda í sjónvarpinu. Leikur Cleveland og Detroit verður sýndur á Sýn um klukkan 22 í kvöld og þá verður bein útsending á NBA TV síðar um miðnætti frá þriðja leik Dallas og San Antonio. Sport 13. maí 2006 18:15
Shawn Marion frábær gegn Clippers Shawn Marion fór á kostum í nótt þegar Phoenix Suns lagði LA Clippers á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 94-91. Marion skoraði 32 stig, hirti 19 fráköst og stóð sig frábærlega í vörninni þar sem honum var fengið að taka Sam Cassell úr umferð. Sport 13. maí 2006 13:24
Miami lagði New Jersey Dwayne Wade lét ekki olnbogaskot og blóðugt andlit stöðva sig á lokasprettinum í nótt þegar hann tryggði Miami góðan útisigur á New Jersey Nets í undanúrslitum Austurdeildarinnar 103-92. Þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu sem talist gat spennandi, en það var Wade sem gerði gæfumuninn fyrir Miami þegar hann skoraði helming 30 stiga sinna í leiknum á síðustu fjórum og hálfri mínútunni. Sport 13. maí 2006 13:12
Clippers - Phoenix í beinni á NBA TV Þriðji leikur LA Clippers og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2:30 í nótt, en leikurinn fer fram á heimavelli Clippers í Staples Center í Los Angeles. Liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu, sem hefur verið eitt það fjörugasta í annari umferðinni. Sport 12. maí 2006 21:00
Robinson féll á lyfjaprófi og fær fimm leikja bann Hinn gamalreyndi framherji New Jersey Nets, Clifford Robinson, hefur enn og aftur komið sér í vandræði vegna eiturlyfjaneyslu og í dag var hann dæmdur í fimm leikja bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Forráðamenn deildarinnar gefa aldrei upp hvaða lyf það eru sem um ræðir þegar leikmenn falla á prófun, en í þessu tilfelli má gera ráð fyrir að um kannabisefni hafi verið að ræða. Sport 12. maí 2006 20:15
Hughes í leyfi hjá Cleveland Bakvörðurinn Larry Hughes hjá Cleveland Cavaliers hefur fengið stutt leyfi frá æfingum eftir að tvítugur bróðir hans lést í gær. Justin Hughes var með hjartagalla og hafði verið við slæma heilsu lengi, en hann féll nokkuð óvænt frá í gær og því hefur Hughes fengið leyfi til að vera með fjölskyldu sinni. Óvíst er hvort hann verður með Cleveland í þriðja leiknum gegn Detroit annað kvöld. Sport 12. maí 2006 14:50
Bowen fékk flest atkvæði í varnarúrvalinu Bruce Bowen hjá San Antonio Spurs fékk flest atkvæði allra þegar tilkynnt var hvaða leikmenn væru í varnarliði ársins í NBA deildinni í dag. Bowen hlaut fleiri atkvæði en nýkjörinn varnarmaður ársins, Ben Wallace hjá Detroit. Sport 11. maí 2006 18:45
Gallas tilbúinn að kaupa sig út Breska blaðið The Independent segir að franski varnarmaðurinn William Gallas sé tilbúinn til að kaupa sig út úr samningi sínum við Englandsmeistara Chelsea til að komast í burtu frá Englandi. Gallas á eitt ár og fimm milljónir punda eftir af samningi sínum, en er sagður vilja reyna fyrir sér á meginlandinu þar sem fjöldi liða hefur sýnt honum áhuga. Sport 11. maí 2006 15:30
Clippers burstaði Phoenix LA Clippers jafnaði metin í einvíginu við Phoenix Suns í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í nótt með öruggum 122-97 sigri á útivelli. Heimamenn áttu ekkert svar við stóru mönnunum hjá Clippers og það voru ekki síst fráköstin sem gerðu útslagið í gær, þar sem Clippers hafði ótrúlega yfirburði 57-26. Sport 11. maí 2006 12:45
Viðsnúningur í Miami Annar leikur Miami og New Jersey í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA í nótt bauð upp á algjöran viðsnúning frá fyrsta leiknum, en heimamenn í Miami mættu miklu ákveðnari til leiks í gær og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu sex mínútunum. Sport 11. maí 2006 11:15
Eigandi Dallas sektaður um 14 milljónir Hinn litríki eigandi NBA-liðs Dallas Mavericks, milljarðamæringurinn Mark Cuban, var í dag sektaður um sem nemur 14 milljónum íslenskra króna fyrir ósæmilega hegðun um helgina. Helmingur sektarinnar kemur til vegna þess að hann fór inn á völlinn í fyrsta leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks á dögunum, en hinn helmingurinn vegna skrifa hans á bloggsíðu sinni þar sem hann gagnrýndi störf dómara í deildinni. Sport 10. maí 2006 21:30
Chris Paul nýliði ársins með yfirburðum Í dag var staðfest að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets hefði hlotið nafnbótina nýliði ársins í NBA deildinni eins og greint var frá fyrir nokkru. Paul var nálægt því að hljóta einróma kosningu, en allir utan einn af þeim 125 sem kusu, völdu hann í fyrsta sætið. Deron Williams hjá Utah Jazz hlaut efsta sætið hjá einum þeirra. Sport 10. maí 2006 17:15
Miami - New Jersey í beinni á NBA TV Annar leikur Miami Heat og New Jersey Nets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan 12 á miðnætti í kvöld. Miami þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað fyrsta leiknum illa á heimavelli sínum. Sport 10. maí 2006 15:28
Dallas burstaði meistarana Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Sport 10. maí 2006 12:30
Auðveldur sigur Detroit Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Sport 10. maí 2006 11:15
Rick Adelman látinn fara Vefsíðan Sacramento Bee í Bandaríkjunum hefur í kvöld eftir heimildarmönnum sínum að síðar í kvöld verði haldinn blaðamannafundur hjá liði Sacramento Kings þar sem þjálfara liðsins verði sagt upp störfum. Samningur hans við félagið er að renna út og verður ekki endurnýjaður ef marka má þessar nýjustu fregnir. Sport 9. maí 2006 21:46
Boðar reglubreytingar á næsta ári David Stern, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, hefur viðurkennt að reglurnar sem notast var við til að raða liðum inn í úrslitakeppnina í vetur hafi verið gallaðar og segir að til standi að breyta þeim á næsta tímabili. Sport 9. maí 2006 18:36
Phoenix hafði betur í skoteinvígi við Clippers Það var lítið um varnir í fyrsta leik Phoenix Suns og LA Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt, þar sem heimamenn höfðu sigur 130-123. Steve Nash var afhent styttan fyrir að vera kjörinn verðmætasti leikmaður ársins fyrir leikinn, en hann féll klárlega í skuggann af öðrum leikmanni lengst af í nótt í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Sport 9. maí 2006 13:41
New Jersey skellti Miami New Jersey Nets vann í nótt nokkuð auðveldan sigur á Miami 100-88 á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni. New Jersey hafði gott forskot allan leikinn, en þó heimamenn næðu góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum, var sigur Nets aldrei í hættu. Sport 9. maí 2006 13:34
Chris Paul nýliði ársins Bandaríska dagblaðið Times-Picayune hefur eftir heimildarmanni sínum í NBA deildinni að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets verði útnefndur nýliði ársins í deildinni á miðvikudaginn. Þessar fréttir hafa enn ekki verið staðfestar, en reynist þær réttar, koma þær sannarlega ekki á óvart. Paul bar höfuð og herðar yfir aðra nýliða í deildinni í vetur og líklega yrði það að teljast hneyksli ef annar maður hlyti nafnbótina. Sport 8. maí 2006 22:15
Wallace varnarmaður ársins Ben Wallace, miðherji Detroit Pistons, hefur verið kjörinn varnarmaður ársins í fjórða sinn á ferlinum. Wallace er aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að hljóta þessa nafnbót fjórum sinnum á ferlinum. Sport 8. maí 2006 20:45
Varnarleikur meistaranna gerði útslagið San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Sport 8. maí 2006 05:45