Hardaway úti í kuldanum 16. febrúar 2007 16:30 Tim Hardaway hefur unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina á síðustu árum. Hann verður það væntanlega ekki mikið lengur. MYND/Getty Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. "Allt sem hann sagði er litað hatri. Ummæli hans virðast hafa kveikt þráðinn hjá mörgum öðrum sem eru á hans skoðun og ég hef fengið fjölda tölvupósta sem halda ljót skilaboð í sama dúr. Ég vissi ekki að ástandið væri svona slæmt," sagði Amaechi í gær en bætti þó við að hann finni miklu frekar fyrir stuðning. "En þeir leynast inn á milli, einstaklingar sem vilja skapa svona hörmulegt andrúmsloft. Það er einmitt þessi hugsunarháttur sem gerir líf samkynheigðra skólabarna hörmulegt. Það eru greinilegir fordómar til staðar og við sjáum einstaklingum sífellt refsað fyrir það eitt að vera hommi eða lesbía," segir Amaechi. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, segir ummæli Hardaway afar óheppilegt og hefur hann ákveðið að útiloka Hardaway frá allri þáttöku í dagskránni í kringum stjörnuleik NBA, sem fram fer á sunnudagskvöldið. "Það var óviðeigandi af honum að tjá sig um þetta mál, þar sem skoðanir hans eru algjörlega á öndverðum meiði við þær sem NBA-deildin hefur," sagði Stern. Hardaway hefur einnig unnið að margskonar góðgerðarstarfsemi í tengslum við NBA-deildina á síðustu árum, sem og unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina. Hann má búast við því að verða rekinn úr þeim störfum á næstu dögum. Hardaway, sem lék fimm stjörnuleiki á ferli sínum í NBA-deildinni á sínum tíma, sagðist hata homma í útvarpsviðtali í gær og að hann vildi helst að þeim yrði útrýmt á alheimsvísu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. "Allt sem hann sagði er litað hatri. Ummæli hans virðast hafa kveikt þráðinn hjá mörgum öðrum sem eru á hans skoðun og ég hef fengið fjölda tölvupósta sem halda ljót skilaboð í sama dúr. Ég vissi ekki að ástandið væri svona slæmt," sagði Amaechi í gær en bætti þó við að hann finni miklu frekar fyrir stuðning. "En þeir leynast inn á milli, einstaklingar sem vilja skapa svona hörmulegt andrúmsloft. Það er einmitt þessi hugsunarháttur sem gerir líf samkynheigðra skólabarna hörmulegt. Það eru greinilegir fordómar til staðar og við sjáum einstaklingum sífellt refsað fyrir það eitt að vera hommi eða lesbía," segir Amaechi. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, segir ummæli Hardaway afar óheppilegt og hefur hann ákveðið að útiloka Hardaway frá allri þáttöku í dagskránni í kringum stjörnuleik NBA, sem fram fer á sunnudagskvöldið. "Það var óviðeigandi af honum að tjá sig um þetta mál, þar sem skoðanir hans eru algjörlega á öndverðum meiði við þær sem NBA-deildin hefur," sagði Stern. Hardaway hefur einnig unnið að margskonar góðgerðarstarfsemi í tengslum við NBA-deildina á síðustu árum, sem og unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina. Hann má búast við því að verða rekinn úr þeim störfum á næstu dögum. Hardaway, sem lék fimm stjörnuleiki á ferli sínum í NBA-deildinni á sínum tíma, sagðist hata homma í útvarpsviðtali í gær og að hann vildi helst að þeim yrði útrýmt á alheimsvísu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum