Gerald Green sigraði í troðkeppninni 18. febrúar 2007 14:14 NordicPhotos/GettyImages Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum. Green leitaði í smiðju annars Boston-leikmanns og fyrrum troðkóngs í nokkrum af troðslum sínum en Green er með einn mesta stökkkraft allra leikmanna í NBA deildinni. Stóri maðurinn Dwight Howard hjá Orlando þótti einnig sýna lipra takta og ein troðslan hans fólst í því að hann teygði sig nánast upp á topp á spjaldinu áður en hann tróð boltanum. Það voru Green og Robinson sem mættust í úrslitum og Green hafði betur þegar hann stökk yfir ritaraborð sem stillt var upp í teignum og tróð með vindmyllu. Þessi troðsla fékk fullt hús frá dómurum. Jason Kapono frá Miami sigraði glæsilega í þriggja stiga skotkeppninni þegar hann fékk 24 stig af 30 mögulegum í úrslitum gegn ríkjandi meistaranum Dirk Nowitzki og Gilbert Arenas. Þessi 24 stig voru aðeins einu stigi frá metinu í keppninni sem er í eigu Craig Hodges sem vann keppnina þrisvar á sínum tíma. Kapono er með bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni í vetur. Dwyane Wade varði titil sinn í hæfileikakeppninni og lið Detroit var hlutskarpast í þrímenningskeppninni. Segja má að Charles Barkley hafi þó stolið senunni þegar hann hafði betur í spretthlaupi gegn dómaranum Dick Bavetta og gaf hann peningaverðlaunin sem hann fékk til góðgerðarmála. NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum. Green leitaði í smiðju annars Boston-leikmanns og fyrrum troðkóngs í nokkrum af troðslum sínum en Green er með einn mesta stökkkraft allra leikmanna í NBA deildinni. Stóri maðurinn Dwight Howard hjá Orlando þótti einnig sýna lipra takta og ein troðslan hans fólst í því að hann teygði sig nánast upp á topp á spjaldinu áður en hann tróð boltanum. Það voru Green og Robinson sem mættust í úrslitum og Green hafði betur þegar hann stökk yfir ritaraborð sem stillt var upp í teignum og tróð með vindmyllu. Þessi troðsla fékk fullt hús frá dómurum. Jason Kapono frá Miami sigraði glæsilega í þriggja stiga skotkeppninni þegar hann fékk 24 stig af 30 mögulegum í úrslitum gegn ríkjandi meistaranum Dirk Nowitzki og Gilbert Arenas. Þessi 24 stig voru aðeins einu stigi frá metinu í keppninni sem er í eigu Craig Hodges sem vann keppnina þrisvar á sínum tíma. Kapono er með bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni í vetur. Dwyane Wade varði titil sinn í hæfileikakeppninni og lið Detroit var hlutskarpast í þrímenningskeppninni. Segja má að Charles Barkley hafi þó stolið senunni þegar hann hafði betur í spretthlaupi gegn dómaranum Dick Bavetta og gaf hann peningaverðlaunin sem hann fékk til góðgerðarmála.
NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum