Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham 21. febrúar 2007 08:15 Steve Nash er hér með Francesco Totti hjá Roma þegar Phoenix var á ferðalagi um Evrópu síðasta haust NordicPhotos/GettyImages Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua. NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua.
NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum