Kidd með þrefalda tvennu 24. febrúar 2007 12:30 Á góðum degi er Jason Kidd engum líkur. MYND/Getty Jason Kidd lét brákað rifbein ekki stöðva sig í viðureign New Jersey gegn Sacramento í NBA-deildinni í nótt heldur náði hann sinni níundu þreföldu tvennu á leiktíðinni í 109-96 sigri sinna manna. Þetta var í 84. skiptið á ferlinum sem Kidd nær þrefaldri tvennu. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Kidd skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í öruggum sigri New Jersey og réðu leikmenn Sacramento ekkert við leikstjórnandann snjalla. Frammistaðan er sérstaklega eftirtektarverð í ljósi þess að Kidd var tæpur fyrir leikinn, enda með brákað rifbein eftir samstuð í vikunni. Utah hafði betur gagn Denver, 114-104, þar sem Deron Williams skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar. Carmelo Anthony og Allen Iverson voru sem fyrr aðalmennirnir hjá Denver, sá fyrrnefndi skoraði 36 stig en síðarnefndi 33 stig. Það dugði hins vegar ekki til gegn sterkri liðsheild Utah. Kobe Bryant skoraði 25 af 38 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Lakers bar sigurorð af Boston á heimavelli sínum, 122-96. Gerald Green var atkvæðamestur hjá Boston með 21 stig. Phoenix lagði Minnesota af velli, 116-104. Shawn Marion skoraði 27 stig fyrir Phoenix og Leandro Barbosa skoraði 24 stig og Amare Stoudemire 23 stig, en hjá Minnesota var Kevin Garnett með 27 stig og 19 fráköst. Luol Deng skoraði 32 stig, það mesta sem hann hefur gert á ferlinum, þegar Chicago lagði Washington af velli, 105-90. Gilbert Arenas skoraði 36 stig fyrir gestina. New Orleans vann Seattle naumlega, 98-97, þar sem Ray Allen misnotaði skot á síðustu sekúndu leiksins sem hefði tryggt gestunum sigur. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en hjá Seattle var áðurnefndur Allen stigahæstur með 32 stig. Þá vann Charlotte sinn fjórða sigur í röð með því að leggja Philadelphia af velli, 102-87. Adam Morrison, Matt Carroll og Gerald Wallace skoruðu allir 19 stig hver fyrir Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Jason Kidd lét brákað rifbein ekki stöðva sig í viðureign New Jersey gegn Sacramento í NBA-deildinni í nótt heldur náði hann sinni níundu þreföldu tvennu á leiktíðinni í 109-96 sigri sinna manna. Þetta var í 84. skiptið á ferlinum sem Kidd nær þrefaldri tvennu. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Kidd skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í öruggum sigri New Jersey og réðu leikmenn Sacramento ekkert við leikstjórnandann snjalla. Frammistaðan er sérstaklega eftirtektarverð í ljósi þess að Kidd var tæpur fyrir leikinn, enda með brákað rifbein eftir samstuð í vikunni. Utah hafði betur gagn Denver, 114-104, þar sem Deron Williams skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar. Carmelo Anthony og Allen Iverson voru sem fyrr aðalmennirnir hjá Denver, sá fyrrnefndi skoraði 36 stig en síðarnefndi 33 stig. Það dugði hins vegar ekki til gegn sterkri liðsheild Utah. Kobe Bryant skoraði 25 af 38 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Lakers bar sigurorð af Boston á heimavelli sínum, 122-96. Gerald Green var atkvæðamestur hjá Boston með 21 stig. Phoenix lagði Minnesota af velli, 116-104. Shawn Marion skoraði 27 stig fyrir Phoenix og Leandro Barbosa skoraði 24 stig og Amare Stoudemire 23 stig, en hjá Minnesota var Kevin Garnett með 27 stig og 19 fráköst. Luol Deng skoraði 32 stig, það mesta sem hann hefur gert á ferlinum, þegar Chicago lagði Washington af velli, 105-90. Gilbert Arenas skoraði 36 stig fyrir gestina. New Orleans vann Seattle naumlega, 98-97, þar sem Ray Allen misnotaði skot á síðustu sekúndu leiksins sem hefði tryggt gestunum sigur. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en hjá Seattle var áðurnefndur Allen stigahæstur með 32 stig. Þá vann Charlotte sinn fjórða sigur í röð með því að leggja Philadelphia af velli, 102-87. Adam Morrison, Matt Carroll og Gerald Wallace skoruðu allir 19 stig hver fyrir Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum