Hollywood-stjörnur hóta sniðgöngu verði hvalveiðar leyfðar á ný Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands. Innlent 30. ágúst 2023 19:01
Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. Bíó og sjónvarp 30. ágúst 2023 17:02
Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. Innlent 30. ágúst 2023 16:37
Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Erlent 29. ágúst 2023 15:07
Syngur dúett með yngri útgáfu af sjálfum sér Tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu sem hann nefnir Aska og Gull. Sem fyrr leggur fjöldi tónlistarmanna honum lið á plötunni en þar er að finna níu lög. Hann segir meginþema plötunnar hverfast í kringum æsku sína. Lífið 29. ágúst 2023 14:24
„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“ „Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur. Tónlist 29. ágúst 2023 09:00
Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. Tónlist 28. ágúst 2023 22:37
Töfrandi listakona, dauð gaupa og undarlegt samband systra, meðal mynda á RIFF Kvikmyndahátíðin Reykjavík film festival, eða RIFF, verður haldin í tuttugasta skiptið í ár og fer fram dagana 28. september til 8. október. Hátíðin hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda og því spennandi að sjá úrvalið í ár. Lífið 28. ágúst 2023 17:19
Robbie Williams syngur um stjóra Spurs: „Ég elska stóra Ange í staðinn“ Stuðningsmenn Tottenham eru hæstánægðir með nýja stjórann, Ange Postecoglou, meðal annars stórsöngvarinn Robbie Williams sem hefur breytt einu þekktasta lagi sínu til heiðurs Postecoglou. Enski boltinn 28. ágúst 2023 11:05
Gildran valin bæjarlistamaður Hljómsveitin Gildran hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur og hóf stór hluti meðlima tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar en Gildran var stofnuð árið 1985. Menning 27. ágúst 2023 22:29
„Skemmtilegasta brúðkaup allra tíma“ Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann Magnússon og Kristín Eva Geirsdóttir, lögfræðingur, gengu í hnapphelduna við hátíðlega athöfn í gær. Lífið 27. ágúst 2023 20:01
Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. Erlent 26. ágúst 2023 23:47
Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. Lífið 26. ágúst 2023 18:01
Ævarandi leit að réttu stemningunni „Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér. Tónlist 26. ágúst 2023 17:00
Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. Tónlist 26. ágúst 2023 10:10
Gítarleikari Whitesnake látinn Bernie Marsden, gítarleikari og einn stofnenda bresku rokksveitarinnar Whitesnake, er látinn. Lífið 26. ágúst 2023 08:58
Skærasta stjarna landsins á lausu Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan. Lífið 25. ágúst 2023 11:58
„Þetta lag fjallar um kynlíf“ Tónlistarfólkið Bríet Ísis Elfar og Ásgeir Trausti Einarsson sameina krafta sína á ný en í dag kemur út lagið þeirra Venus. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamennirnir leiða saman hesta sína því í fyrra gaf Bríet út ábreiðu á lagi Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. Lífið 25. ágúst 2023 08:41
Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2023 23:22
Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2023 16:57
Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. Lífið 24. ágúst 2023 16:50
„Mikilvægt að myndlist geti líka verið ógeðsleg“ „Mér finnst gaman að kveikja á alls konar tilfinningum hjá áhorfendum. Mér finnst líka gaman að taka eitthvað sem mér finnst ógeðslegt eins og köngulær og ég reyni alltaf að gera þær girnilegri en þær eru í raun,“ segir myndlistarkonan Helena Margrét Jónsdóttir opnar einkasýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Menning 24. ágúst 2023 11:30
Ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum í tvö ár „Ég var oft búin að kvíða fyrir því að hitta hann. Þetta var miklu verra en ég hélt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún mætti æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar. Lífið 24. ágúst 2023 08:00
Lokaslagurinn við að taka aftur völdin eftir kynferðisofbeldi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Freedom eftir tónlistarkonuna Þórunni Sölku. Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem Þórunn Salka varð fyrir árið 2020 og í tónlistarmyndbandinu klæðist hún svipuðum fatnaði og kvöldið sem atvikið átti sér stað. Tónlist 24. ágúst 2023 07:01
Borko og Birna selja Kleppsveginn Tónlistarmaðurinn Björn Kristjánsson, betur þekktur sem Borko, og Birna Hjaltadóttir, kona hans, hafa sett íbúð sína og á Kleppsveginum í Reykjavík á sölu. Lífið 24. ágúst 2023 07:01
Tónlistarveisla í boði Félags tónskálda og textahöfunda Félag tónskálda og textahöfunda fagnaði fjörutíu ár afmæli sínum um helgina. Af því tilefni komu bransamenn og -konur saman og glöddust í Gamla bíói. Ljósmyndari Vísis mætti að sjálfsögðu á staðinn og myndaði stemninguna. Lífið 23. ágúst 2023 17:01
„Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. Lífið 23. ágúst 2023 15:56
FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang. Lífið 23. ágúst 2023 13:00
Fjölbreytt leikár í Þjóðleikhúsinu og ný byltingarkennd áskriftarleið Þjóðleikhúsið hefur bætt við nýrri áskriftarleið í anda Spotify fyrir 15 til 25 ára sem veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sýningum leikhússins fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði. Nýtt leikár rennur nú af stað, stútfullt af mögnuðum sögum, átökum, klassík, gleði og gamansýningum. Sýningar Þjóðleikhússins sópuðu að sér öllum helstu verðlaununum á Grímunni og öðrum verðlaunahátíðum í vor. Lífið samstarf 23. ágúst 2023 13:00
Draumafríið á Íslandi breyttist í martröð Jacqueline Bussie guðfræðingur stendur fyrir áhugaverðum fyrirlestri í Áslandskirkju í kvöld, þriðjudaginn 22. ágúst. Þar fjallar hún um sálgæslu en hún varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu að missa eiginmann sinn í göngu um Sólheimajökul. Lífið 22. ágúst 2023 16:49