Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 11. nóvember 2024 13:52 Rithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson hefur sent frá sér skáldsöguna Múffa. Skáldsagan Múffa eftir Jónas Reyni Gunnarsson er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka Sif Stefánsdóttir segir þetta um bókina. Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira