Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akra­nesi

Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á?

Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 

Lífið
Fréttamynd

Eini fatlaði starfs­maðurinn hjá Netflix

„Fatlaðir geta gert hina ýmsu hluti sem aðrir kannski fatta ekki eða bara geta ekki. Og það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir, bæði fatlaðir og ófatlaðir,“ segir Magnús Orri Arnarsson kvikmyndagerðarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall hefur hann verið afkastamikill í kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingageiranum undanfarin ár og starfar nú við hljóðblöndun fyrir vinsæla sjónvarpsþætti á Netflix.

Lífið
Fréttamynd

Carl Weathers er látinn

Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Hér er maður ber­skjaldaðri og við­kvæmari“

„Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else.

Tónlist
Fréttamynd

Rangt gefið á fjöl­miðla­markaði

Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta eru lögin sem Idol kepp­endur munu flytja á morgun

Spennan magnast og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Anna Fanney, Björgvin, Jóna Margrét og Stefán Óli stíga á stokk í undanúrslitaþættinum í Idolhöllinni annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 

Lífið
Fréttamynd

Þau fengu Ís­lensku bók­mennta­verð­launin

Steinunn Sigurðardóttir hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Ból. Eva Björg Ægisdóttir hlaut Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Gunnar Helgason og Rán Flygenryng hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að drepa.

Lífið
Fréttamynd

„Það er eins og ég hafi séð fyrir að hann myndi deyja“

„Ég er búin að upplifa ýmis áföll á lífsleiðinni þannig að ég hef svolítið neyðst til að fara í sjálfsvinnu og sjálfsskoðun, byggja mig upp og svona. Svo samtvinnast það tónlistinni þar sem ég nota tónlistina í þessa sjálfsvinnu,“ segir tónlistarkonan Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Tónlist
Fréttamynd

Svona er dag­skrá Vetrarhátíðar í ár

Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. til 3. febrúar í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Lífið
Fréttamynd

Gleðihormón skýra góða mætingu í Zumba tíma

Íslendingar dilla sér í zumba sem aldrei fyrr og frábær mæting í hvern tímann á fætur öðrum hjá Dans og jóga, Hjartastöðinni. Kennararnir þar segja dans hafa sérstök áhrif á fólk, honum fylgi frelsistilfinning sem á sér mögulega líffræðilegar rætur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Njósnarinn sagði nei, Ragga sagði já

Yfirmaður bækistöðvar CIA í Berlín á tímum Kalda stríðsins var tónlistargagnrýnandi í hjáverkum. Hann hét Henry Pleasants. Ein af bókunum sem hann skrifaði bar nafnið The Agony of Modern Music. Hún kom út árið 1955. Líkt og titillinn gefur til kynna, er hún mikill bölmóður um tónlist samtímans.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru stjórn­mála­konur að horfa á?

Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana.  

Bíó og sjónvarp