Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Tóku upp tón­listar­mynd­bandið á skjálfta­svæðinu

„Það er góður dagur í dag. Við Helgi Sæmundur fórum tvisvar í sveitina á síðasta ári og úr varð falleg plata sem kemur einhvern tíma á þessu ári. Lagið Heim er fyrsti síngúll af komandi plötu sem við erum báðir mjög stoltir af og spenntir að leyfa fólki að heyra,“ segir Gauti Þeyr Másson.

Tónlist
Fréttamynd

Listaverk Margeirs Dire heitins komið heim í portið á Prikinu

Strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík hefur fengið nýtt heimili í Bankastræti. Nánar tiltekið á kaffihúsinu Prikinu þar sem því hefur verið komið fyrir í porti staðarins sem snýr út að Ingólfsstræti. Á skýlið er málað listaverk eftir fastagest á Prikinu sem féll frá langt fyrir aldur fram.

Lífið
Fréttamynd

Þríeykið komið á striga Jóa Fel

Nýjasta viðbótin í málverkasafni bakarans og listamannsins Jóa Fel eru myndir af frægasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu Fjöruverðlaunum í Höfða

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Menning
Fréttamynd

Söngvari En­tom­bed er látinn

Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D.

Lífið
Fréttamynd

Danir völdu framlag til Eurovision sem verður flutt á dönsku

Dúettinn Fyr & Flamme mun flytja framlag Dana í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í vor. Dúettinn flutti lagið Øve os på hinanden í úrslitaþætti dönsku söngvakeppninnar Melodi Grand Prix í gærkvöldi sem stóð uppi sem sigurlag keppninnar en lagið hlaut 37% greiddra atkvæða.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“

„Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland.

Lífið
Fréttamynd

Listamennirnir sem koma fram á Aldrei fór ég suður

Þrettán tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer á Ísafirði um páskana. Í fyrra fór hátíðin fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins en í ár stendur til að halda hátíðina með áhorfendum í sal.

Lífið
Fréttamynd

Bunny Wailer fallinn frá

Jamaíski reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer, sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, er látinn, 73 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Nærri 90 prósent sölu tón­listar í gegnum Spoti­fy

Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Vegferð

Vegferð er sex þátta sería sem hefur göngu sína á Stöð 2 á páskadag, þann 4. apríl. Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með aðalhlutverk í þáttunum.

Lífið
Fréttamynd

Hætti við að syngja með Bubba af ótta um mis­skilning

Tónlistarkonan Bríet segist hafa ætlað að fá Bubba til að syngja með sér lagið Esjan, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs, en hætti við af ótta við að fólk héldi að hann hefði samið lagið. Þetta segir hún í Instagram-færslu sem hún birti í síðustu viku.

Tónlist
Fréttamynd

„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun.

Lífið