Bylgja Dís er látin Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul. Innlent 8. september 2025 10:43
Rick Davies í Supertramp er látinn Rick Davies, söngvari, lagasmiður og hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar Supertramp, er látinn. Hann varð 81 árs gamall, Lífið 8. september 2025 07:17
Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur „Ég er fyrst og fremst ótrúlega stolt af myndinni – og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri; að leika þessa flóknu konu sem fær þennan stóra boga. Það er ekki á hverjum degi á Íslandi sem það kemur út kvikmynd sem er þroskasaga einnar konu, skrifuð af konu og leikstýrt af konu,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem fer með burðarhlutverkið í íslensku stórmyndinni Eldarnir sem frumsýnd verður þann 11. september næstkomandi. Lífið 7. september 2025 20:02
Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. Erlent 7. september 2025 14:56
Pamela slær á sögusagnirnar Leikkonan Pamela Anderson gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að samband hennar og leikarans Liam Neeson sé eða hafi verið kynningarbrella. Lífið 6. september 2025 19:07
Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Nýtt leikár hófst í Borgarleikhúsinu í kvöld. Nýr leikhússtjóri segir met hafa verið slegið í sölu á áskriftarkortum þetta árið og fram undan sé viðburðaríkt leikár. Lífið 5. september 2025 23:45
Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. Tónlist 5. september 2025 17:15
Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Rómantíski spennutryllirinn Eldarnir var frumsýndur fyrir fullum sal í Smárabíó 3. september síðastliðinn. Eftirvæntingin var mikil og stemmingin brakandi af myndum að dæma. Lífið 5. september 2025 15:29
Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir mun enda tilvonandi Evróputúr sinn á Íslandi og efna til stórtónleika í Kórnum, laugardaginn 14. mars á næsta ári. Tónlist 5. september 2025 14:15
Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Macaulay Culkin, ein frægasta barnastjarna allra tíma, segist þakklátur leikaranum John Candy, sem vann með honum að tveimur myndum, fyrir að taka eftir því að faðir Culkin væri „skrímsli“ og láta sig barnastjörnuna varða. Lífið 5. september 2025 13:55
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. Viðskipti innlent 5. september 2025 12:39
Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju 2500 fermetra húsnæði við Hlemm þar sem skapandi fólk býðst leiga á ódýrri aðstöðu. Óhagnaðardrifna sjálfseignarstofnunin Haus sér um rekstur rýmisins en Haraldur Þorleifsson er einn forsvarsmanna þess. Menning 5. september 2025 11:48
Sophie Turner verður Lara Croft Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video. Bíó og sjónvarp 5. september 2025 10:19
„Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ „Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig, þar sem ég skipti um skoðun eins og nærbuxur,“ segir Þórey Birgisdóttir leikkona, spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár. Þegar hún var lítil dreymdi hana um að verða umhverfisráðherra eftir vettvangsferð með skólanum á Sorpu – eða leikkona, dansari eða arkitekt. Lífið 5. september 2025 08:40
Þrjú söfn í eina sæng Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga. Innlent 5. september 2025 08:07
Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. Gagnrýni 5. september 2025 07:00
Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir handritið „Flóttinn á norðurhjarann“ við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Menning 4. september 2025 15:45
Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Leikstjórinn James Gunn tilkynnti næstu kvikmynd um Ofurmennið með teikningu af ofurhetjunni og erkióvini hans, Lex Luthor. Myndin ber, enn sem komið er, titilinn „Man of Tomorrow“ og kemur í bíó 9. júlí 2027. Bíó og sjónvarp 4. september 2025 13:57
Betri kvikmyndaskóli Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Skoðun 4. september 2025 11:01
Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Þótt ótrúlegt megi virðast eru tuttugu ár síðan að Hildur Vala Einarsdóttir vann Idol stjörnuleit. Hún varð landsþekkt nánast á einni nóttu og gerir upp þennan tuttugu ára feril á tónleikum í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld. Lífið 4. september 2025 10:03
„Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Nýjustu munir í eigu Þjóðminjasafnsins eru nú til sýnis og geta verið allt að þúsund ára gamlir. Sumir munir hafa komist í vörslu safnsins á einkennilegan máta og sitthvað fundist á víðavangi fyrir tilvilijun. Innlent 4. september 2025 08:00
Kaupir fjórða húsið við sömu götu Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur. Lífið 3. september 2025 19:08
Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. Bíó og sjónvarp 3. september 2025 19:02
Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun. Lífið 3. september 2025 14:40
Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að bærinn afsali sér félagsheimilinu á Flatey til hollvinasamtaka. Samtökin eiga jafnframt að fá styrk frá sveitarfélaginu til þess að lappa upp á húsið. Innlent 3. september 2025 14:37
Fjarsambandinu loksins lokið „Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum. Tónlist 3. september 2025 11:30
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Hljómsveitin Valdimar hefur gefið út sitt fyrsta lag í heil sjö ár en það hefur þó ekki gengið þrautarlaust. Lagið heitir Lungu og er myndbandið við lagið frumsýnt hér á Vísi. Tónlist 3. september 2025 09:00
Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins. Innlent 2. september 2025 22:30
Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, fer fram í 24. sinn frá 4. til 7. september. Um 150 viðburðir eru skráðir í dagskrá Ljósanætur en meðal þeirra sem koma fram eru Væb, Steindi Jr. og hljómsveitin Valdimar. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu. Menning 2. september 2025 18:01
Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2. september 2025 15:46