Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2026 07:01 Hrollvekjan 28 Years Later: The Bone Temple og spennutryllirinn No Other Choice eru í bíó um þessar mundir. Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi. Um er að ræða kóreska spennutryllinn No Other Choice í leikstjórn Park Chan-Wook og ensku hrollvekjuna 28 Years Late: The Bone Temple í leikstjórn Niu DaCosta. Samanburðurinn er ekki strax ljós enda myndirnar ólíkar hvað varðar kvikmyndagrein, uppbyggingu og tón. Aftur á móti eru báðar myndir æsispennandi, hvor á sinn máta. No Other Choice litar spennuna með svörtum húmor en The Bone Temple blandar spennunni við blóðugan hrylling. Báðar fjalla þær um menn sem hafa komið sér í kringumstæður sem þeir ráða ekkert við og gætu reynst banvænar. Svo eru þær líka báðar sýndar í íslenskum bíóhúsum um þessar mundir. Hryllingurinn sem fylgir atvinnuleysi Park Chan-wook hefur starfað við kvikmyndagerð í þrjátíu ár og er í dag einn þekktasti leikstjóri Suður-Kóreu. Hans frægasta verk er hasartryllirinn Oldboy (2003), önnur myndin í hefndartrílógíu leikstjórans sem kom út upp úr aldamótum. Fyrir utan hana má nefna gotneska sálfræðitryllinn Stoker (2013) með Nicole Kidman og erótíska spennutryllinn The Handmaiden (2016). Myndir Chan-wook innihalda oft kraftmikil myndræn skot og breyska, beyglaða karaktera. Chan-wook býr yfir skýrum leikstjórnarstíl sem birtist helst í myrkum þemum, frumlegri kvikmyndatöku og frábærum frásagnarhæfileikum. Myndir hans eru gjarnan uppfullar af svörtum húmor, breyskum söguhetjum og grimmilegum atburðum. Tíunda kvikmynd leikstjórans, No Other Choice, er aðlögun á bandaríska krimmanum The Ax eftir Donald Westlake sem hefur einu sinni áður ratað á skjáinn með svörtu kómedíunni Le couperet (2005). Aðalleikarar myndarinnar eru stórstjarnan Lee Byung-hun (sem Íslendingar þekkja helst úr Squid Game), Son Ye-jin, Woo Seung Kim og So Yul Choi. Man-su (Byung-hun) hefur starfað hjá sama pappírsfyrirtækinu í 25 ár en missir vinnuna þegar Bandaríkjamenn kaupa fyrirtækið. Hann fær hvergi vinnu og virðist frekar vilja vera atvinnulaus en að skipta um starfsvettvang. Þegar eiginkona hans, Mari (Ye-Jin), tilkynnir honum að þau þurfi að selja húsið sitt eða missa það neyðist Man-su að grípa til örþrifaráða. Þegar það losnar staða hjá nýju pappírsfyrirtæki ákveður Man-su að útrýma helstu keppinautum sínum um starfið. Við tekur kostuleg og æsispennandi atburðarás þar sem blandast saman nístandi raunveruleiki við gáskafullan húmor áður en taugatrekkjandi spenna tekur yfir. Kalkúleraður en klaufskur Prentarinn Man-su er kjarni No Other Choice og Lee Byung-hun leikur óvenjulega söguhetjuna frábærlega sem aumkunarverðan og dálítið vandræðalegan en líka ákveðinn, ógnvekjandi og dálítið sjarmerandi. Man-su er kalkúleraður í áætlanagerð sinni en framkvæmdin gengur misvel, hann er alltaf á nippinu með að vera gómaður eða mistakast ætlunarverk sitt. Á köflum minnir hann á sléttuúlfinn Wile E. Coyote úr Looney Tunes og myndi líka sóma sér vel sem persóna í myndum Coen-bræðra. Þó hegðun Man-su sé í grunninn viðurstyggileg geta áhorfendur ekki annað en fundið til með honum og á einhvern ótrúlegan hátt haldið með honum. Þar hjálpar að myndin er laus við hefðbundnar Hollywood-klisjur og forðast svarthvítt siðferðisviðhorf. Það er ekki gaman að missa vinnuna. Framvindan byggist smám saman upp og á tímabili hélt ég að metnaðarfullar áætlanir atvinnulausa prentarans myndu aldrei raungerast. Eftir góðan undirbúning setur Chan-wook síðan allt af stað og heldur áhorfendum límdum við sætin. Fyrir utan vel uppbyggða frásögn og frábæran leik ber myndin helstu einkennin Chan-wook. Myndatakan er stórkostleg, stundum skildi maður hreinlega ekki hvernig ákveðin skot virkuðu. Klippingin tryggir að myndin flæði vel og inn á milli mátti sjá ótrúlega blöndun ramma. Hljóðhönnun er síðan nýtt frábærlega til að vekja óhug með ýmsum óþægindahljóðum. Ólíkt verðlaunamyndinni Parasite beinir Park Chan-wook sjónum sínum ekki að hinum fátæku heldur millistéttinni og deilir þar á hvernig kapítalískt kerfi brenglar sýn fólks. Þegar sjálfsmynd þín er samofin starfinu þínu er tilhugsunin um að missa vinnuna óbærileg. Þegar það svo gerist ertu tilbúinn að fórna öllum prinsippum til að endurheimta fyrri stöðu, sama hvað það kostar. Hvítkollóttir satanistar og morfínsjúkur uppvakningur Úr kóreskum atvinnumissi í uppvakninga í 28 Years Later: The Bone Temple sem var frumsýnd 15. janúar í Sambíóunum, Smárabíói og Laugarásbíói. Myndin er í senn beint framhald af 28 Years Later, sem endurvakti bresku uppvakningaseríuna eftir sautján ára pásu, og millikafli í trílógíu. Án þess að spilla of miklu sagði 28 Years Later uppvaxtarsögu hins tólf ára Spike og kynnti áhorfendur fyrir dularfulla lækninum Dr. Kelson. Danny Boyle leikstýrði myndinni og Alex Garland skrifaði handritið en nánar má lesa um myndina og samstarf þeirra í dómnum að neðan. Danny Boyle eftirlét hinni bandarísku Niu DaCosta leikstjórn framhaldsins en Alex Garland sá áfram um handritið. Frá því Nia DaCosta leikstýrði frumraun sinni Little Woods (2018) hefur hún leikstýrt Candyman (2021), The Marvels (2023) og Heddu (2025) eftir Ibsen. Ekkert magnað höfundarverk en samt fjölbreytt. The Bone Temple var tekin upp beint í kjölfar fyrri myndarinnar og leikhópinn skipa Alfie Williams, Ralph Fiennes, Jack O‘Connell, Chi Lewis-Parry og Erin Kellyman. Þeir sem vilja ekki láta spilla 28 Years Later fyrir sér ættu að hoppa yfir næstu efnisgrein. Fyrri myndin endaði á undarlegan hátt þar sem Spike (Williams) ferðast einn til meginlandsins og rambaði á hóp íþróttagallaklæddra fanta með ljósar hárkollu. The Bone Temple hefst strax í kjölfarið þar sem Spike hefur uppgötvað að meðlimir gengisins kalla sig allir Jimmy, eru satanistar og lúta skipunum leiðtogans Jimmy Crystal (O'Connell). Samhliða vandræðum Spike fylgjast áhorfendur með Dr. Kelson (Fiennes) sem uppgötvar að uppvakningurinn Samson (Lewis-Parry) sækist í deyfilyf læknisins. Kelson skynjar breytingu í karakter uppvakningsins og tekur að rannsaka viðbrögð uppvakningsins við lyfjagjöf. Martraðir og draumar Þræðirnir tveir eru gjörólíkir, Spike er fastur í hryllilegri martröð en Kelson finnur nýjan tilgang með samverunni við Samson. Skiptingin er hressandi en býr líka til mjög skörp skil. Senur læknisins og uppvakningsins eru með þeim frumlegustu sem maður hefur séð í uppvakningamynd meðan senurnar með genginu voru algjörlega hefðbundinn hryllingur. Jimmy Ink tekur Spike litla tali. Reglulegar skiptingar milli þráða dempuðu líka flæði myndarinnar. Spennan í senum Spike með genginu fannst mér deyja algjörlega þegar Kelson tók yfir skjáinn. (Og þegar gengið var á skjánum beið ég eiginlega eftir því að sjá Kelson aftur). Hvor þráður fær líka minna pláss en ella sem kemur niður á persónusköpun. Flestallir meðlimir Jimmy-gengisins, fyrir utan Jimmy Ink (Kellyman), runnu saman í einn graut og Spike fékk lítið að gera nema skjálfa eins og hrísla. Gaman hefði verið að fá skýrari hugmynd um dýnamík gengisins og fjölbreyttari senur til að dýpka karakterana. Kelson er ein eftirminnilegasta kvikmyndapersóna síðustu ára. Leikhópurinn er sterkur en tveir bera af. Ralph Fiennes er langbestur sem skrítni, snjalli og kærleiksríki læknirinn Kelson meðan O‘Connell býr til eftirminnilegan óþokka í Jimmy Crystal, sadískur, glettinn og ógnvekjandi. Williams fær úr litlu að moða í hlutverki Spike og Kellyman er með sterka innkomu sem Jimmy Ink. Tónlist 28 Years Later var í takt við óhefðbundin tón myndarinnar, samin af skosku hipphopp-grúppunni Young Fathers, blanda af söng og drunum. Hildur Guðnadóttir sér um tónlistina í The Bone Temple sem er öllu drungalegri. Dramatískir strengir opna og loka myndinni en á meðan hryllingurinn stendur yfir notar hún trommuslátt sem minnir mann helst á beinahljóð í bland við blástursóhljóð sem auka á ónotin. Við það bætast svo frábær lög Duran Duran, Radiohead og Iron Maiden. Jimmy Crystal leiðir gengi sitt um uppvakningasýkt England. Myndatakan er töluvert hefðbundnari en í síðustu mynd og ýmiss sérkenni Boyle fjarverandi (fortíðarendurlitin, þjóðlegu vísanirnar og ævintýrablærinn). Ef fyrri myndin skapaði skýran, stóran ævintýraheim má segja að DaCosta minnki hann aftur og geri viðbjóðslegir. DaCosta sýnir líka að hún kann að vel að búa til spennandi, hrollvekjandi senur og ná fram góðum leik. Þó ákveðnir hnökrar séu á uppbyggingunni er handrit Garland heilt yfir gott. Saga Kelsons og Samsonar er algjört konfekt og Jimmy-gengið á nokkur frábær augnablik. Jafnvægið milli hryllings, spennu og samræðu er hæfilegt. Enn er verið að kanna skrímslið í manninum og manninn í skrímslinu á sama tíma og kafað er ofan í eðli trúar. Maður beið og beið eftir því að þræðirnir myndu renna saman að lokum og útfærslan er stórkostleg. Áhorfendur fengu síðan smjörþefinn af lokamyndinni í þessum uppvakningaþríleik og maður biður til guðs (og Nick gamla) að dræm aðsókn drepi ekki þær áætlanir. Niðurstaða No Other Choice og The Bone Temple eru gjörólíkar þó þær fjalli báðar um söguhetjur sem koma sér í bölvuð vandræði. Myndirnar eiga það þó sameiginlegt að vera afsprengi tímanna sem við lifum. Önnur tæklar aukna sjálfvirknivæðingu og miskunnarleysi kapítalismans. Hin tæklar veruleikann eftir veiruna þar sem ranghugmyndir fá pláss á kostnað vísindalegrar nálgunar. No Other Choice er einstakur spennutryllir með svartkómísku ívafi þar sem Park Chan-wook leiðir áhorfendur í ferðalag með atvinnulausum manni sem sökkvir sér dýpra og dýpra í eintóm vandræði. 28 Years Later: The Bone Temple er drullufínn uppvakningahryllingur með frábærum frammistöðum, frumlegri sögu en dálítið ójafnri framvindu og grunnri persónusköpun. Framhaldið stenst ekki alveg samanburðinn við forvera sinn þó hápunktar Beinahofsins séu með þeim sterkustu í seríunni. Gagnrýni Magnúsar Jochums Hollywood Bretland Suður-Kórea Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. 6. janúar 2026 07:00 Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. 19. desember 2025 07:02 Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3. október 2025 07:02 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Um er að ræða kóreska spennutryllinn No Other Choice í leikstjórn Park Chan-Wook og ensku hrollvekjuna 28 Years Late: The Bone Temple í leikstjórn Niu DaCosta. Samanburðurinn er ekki strax ljós enda myndirnar ólíkar hvað varðar kvikmyndagrein, uppbyggingu og tón. Aftur á móti eru báðar myndir æsispennandi, hvor á sinn máta. No Other Choice litar spennuna með svörtum húmor en The Bone Temple blandar spennunni við blóðugan hrylling. Báðar fjalla þær um menn sem hafa komið sér í kringumstæður sem þeir ráða ekkert við og gætu reynst banvænar. Svo eru þær líka báðar sýndar í íslenskum bíóhúsum um þessar mundir. Hryllingurinn sem fylgir atvinnuleysi Park Chan-wook hefur starfað við kvikmyndagerð í þrjátíu ár og er í dag einn þekktasti leikstjóri Suður-Kóreu. Hans frægasta verk er hasartryllirinn Oldboy (2003), önnur myndin í hefndartrílógíu leikstjórans sem kom út upp úr aldamótum. Fyrir utan hana má nefna gotneska sálfræðitryllinn Stoker (2013) með Nicole Kidman og erótíska spennutryllinn The Handmaiden (2016). Myndir Chan-wook innihalda oft kraftmikil myndræn skot og breyska, beyglaða karaktera. Chan-wook býr yfir skýrum leikstjórnarstíl sem birtist helst í myrkum þemum, frumlegri kvikmyndatöku og frábærum frásagnarhæfileikum. Myndir hans eru gjarnan uppfullar af svörtum húmor, breyskum söguhetjum og grimmilegum atburðum. Tíunda kvikmynd leikstjórans, No Other Choice, er aðlögun á bandaríska krimmanum The Ax eftir Donald Westlake sem hefur einu sinni áður ratað á skjáinn með svörtu kómedíunni Le couperet (2005). Aðalleikarar myndarinnar eru stórstjarnan Lee Byung-hun (sem Íslendingar þekkja helst úr Squid Game), Son Ye-jin, Woo Seung Kim og So Yul Choi. Man-su (Byung-hun) hefur starfað hjá sama pappírsfyrirtækinu í 25 ár en missir vinnuna þegar Bandaríkjamenn kaupa fyrirtækið. Hann fær hvergi vinnu og virðist frekar vilja vera atvinnulaus en að skipta um starfsvettvang. Þegar eiginkona hans, Mari (Ye-Jin), tilkynnir honum að þau þurfi að selja húsið sitt eða missa það neyðist Man-su að grípa til örþrifaráða. Þegar það losnar staða hjá nýju pappírsfyrirtæki ákveður Man-su að útrýma helstu keppinautum sínum um starfið. Við tekur kostuleg og æsispennandi atburðarás þar sem blandast saman nístandi raunveruleiki við gáskafullan húmor áður en taugatrekkjandi spenna tekur yfir. Kalkúleraður en klaufskur Prentarinn Man-su er kjarni No Other Choice og Lee Byung-hun leikur óvenjulega söguhetjuna frábærlega sem aumkunarverðan og dálítið vandræðalegan en líka ákveðinn, ógnvekjandi og dálítið sjarmerandi. Man-su er kalkúleraður í áætlanagerð sinni en framkvæmdin gengur misvel, hann er alltaf á nippinu með að vera gómaður eða mistakast ætlunarverk sitt. Á köflum minnir hann á sléttuúlfinn Wile E. Coyote úr Looney Tunes og myndi líka sóma sér vel sem persóna í myndum Coen-bræðra. Þó hegðun Man-su sé í grunninn viðurstyggileg geta áhorfendur ekki annað en fundið til með honum og á einhvern ótrúlegan hátt haldið með honum. Þar hjálpar að myndin er laus við hefðbundnar Hollywood-klisjur og forðast svarthvítt siðferðisviðhorf. Það er ekki gaman að missa vinnuna. Framvindan byggist smám saman upp og á tímabili hélt ég að metnaðarfullar áætlanir atvinnulausa prentarans myndu aldrei raungerast. Eftir góðan undirbúning setur Chan-wook síðan allt af stað og heldur áhorfendum límdum við sætin. Fyrir utan vel uppbyggða frásögn og frábæran leik ber myndin helstu einkennin Chan-wook. Myndatakan er stórkostleg, stundum skildi maður hreinlega ekki hvernig ákveðin skot virkuðu. Klippingin tryggir að myndin flæði vel og inn á milli mátti sjá ótrúlega blöndun ramma. Hljóðhönnun er síðan nýtt frábærlega til að vekja óhug með ýmsum óþægindahljóðum. Ólíkt verðlaunamyndinni Parasite beinir Park Chan-wook sjónum sínum ekki að hinum fátæku heldur millistéttinni og deilir þar á hvernig kapítalískt kerfi brenglar sýn fólks. Þegar sjálfsmynd þín er samofin starfinu þínu er tilhugsunin um að missa vinnuna óbærileg. Þegar það svo gerist ertu tilbúinn að fórna öllum prinsippum til að endurheimta fyrri stöðu, sama hvað það kostar. Hvítkollóttir satanistar og morfínsjúkur uppvakningur Úr kóreskum atvinnumissi í uppvakninga í 28 Years Later: The Bone Temple sem var frumsýnd 15. janúar í Sambíóunum, Smárabíói og Laugarásbíói. Myndin er í senn beint framhald af 28 Years Later, sem endurvakti bresku uppvakningaseríuna eftir sautján ára pásu, og millikafli í trílógíu. Án þess að spilla of miklu sagði 28 Years Later uppvaxtarsögu hins tólf ára Spike og kynnti áhorfendur fyrir dularfulla lækninum Dr. Kelson. Danny Boyle leikstýrði myndinni og Alex Garland skrifaði handritið en nánar má lesa um myndina og samstarf þeirra í dómnum að neðan. Danny Boyle eftirlét hinni bandarísku Niu DaCosta leikstjórn framhaldsins en Alex Garland sá áfram um handritið. Frá því Nia DaCosta leikstýrði frumraun sinni Little Woods (2018) hefur hún leikstýrt Candyman (2021), The Marvels (2023) og Heddu (2025) eftir Ibsen. Ekkert magnað höfundarverk en samt fjölbreytt. The Bone Temple var tekin upp beint í kjölfar fyrri myndarinnar og leikhópinn skipa Alfie Williams, Ralph Fiennes, Jack O‘Connell, Chi Lewis-Parry og Erin Kellyman. Þeir sem vilja ekki láta spilla 28 Years Later fyrir sér ættu að hoppa yfir næstu efnisgrein. Fyrri myndin endaði á undarlegan hátt þar sem Spike (Williams) ferðast einn til meginlandsins og rambaði á hóp íþróttagallaklæddra fanta með ljósar hárkollu. The Bone Temple hefst strax í kjölfarið þar sem Spike hefur uppgötvað að meðlimir gengisins kalla sig allir Jimmy, eru satanistar og lúta skipunum leiðtogans Jimmy Crystal (O'Connell). Samhliða vandræðum Spike fylgjast áhorfendur með Dr. Kelson (Fiennes) sem uppgötvar að uppvakningurinn Samson (Lewis-Parry) sækist í deyfilyf læknisins. Kelson skynjar breytingu í karakter uppvakningsins og tekur að rannsaka viðbrögð uppvakningsins við lyfjagjöf. Martraðir og draumar Þræðirnir tveir eru gjörólíkir, Spike er fastur í hryllilegri martröð en Kelson finnur nýjan tilgang með samverunni við Samson. Skiptingin er hressandi en býr líka til mjög skörp skil. Senur læknisins og uppvakningsins eru með þeim frumlegustu sem maður hefur séð í uppvakningamynd meðan senurnar með genginu voru algjörlega hefðbundinn hryllingur. Jimmy Ink tekur Spike litla tali. Reglulegar skiptingar milli þráða dempuðu líka flæði myndarinnar. Spennan í senum Spike með genginu fannst mér deyja algjörlega þegar Kelson tók yfir skjáinn. (Og þegar gengið var á skjánum beið ég eiginlega eftir því að sjá Kelson aftur). Hvor þráður fær líka minna pláss en ella sem kemur niður á persónusköpun. Flestallir meðlimir Jimmy-gengisins, fyrir utan Jimmy Ink (Kellyman), runnu saman í einn graut og Spike fékk lítið að gera nema skjálfa eins og hrísla. Gaman hefði verið að fá skýrari hugmynd um dýnamík gengisins og fjölbreyttari senur til að dýpka karakterana. Kelson er ein eftirminnilegasta kvikmyndapersóna síðustu ára. Leikhópurinn er sterkur en tveir bera af. Ralph Fiennes er langbestur sem skrítni, snjalli og kærleiksríki læknirinn Kelson meðan O‘Connell býr til eftirminnilegan óþokka í Jimmy Crystal, sadískur, glettinn og ógnvekjandi. Williams fær úr litlu að moða í hlutverki Spike og Kellyman er með sterka innkomu sem Jimmy Ink. Tónlist 28 Years Later var í takt við óhefðbundin tón myndarinnar, samin af skosku hipphopp-grúppunni Young Fathers, blanda af söng og drunum. Hildur Guðnadóttir sér um tónlistina í The Bone Temple sem er öllu drungalegri. Dramatískir strengir opna og loka myndinni en á meðan hryllingurinn stendur yfir notar hún trommuslátt sem minnir mann helst á beinahljóð í bland við blástursóhljóð sem auka á ónotin. Við það bætast svo frábær lög Duran Duran, Radiohead og Iron Maiden. Jimmy Crystal leiðir gengi sitt um uppvakningasýkt England. Myndatakan er töluvert hefðbundnari en í síðustu mynd og ýmiss sérkenni Boyle fjarverandi (fortíðarendurlitin, þjóðlegu vísanirnar og ævintýrablærinn). Ef fyrri myndin skapaði skýran, stóran ævintýraheim má segja að DaCosta minnki hann aftur og geri viðbjóðslegir. DaCosta sýnir líka að hún kann að vel að búa til spennandi, hrollvekjandi senur og ná fram góðum leik. Þó ákveðnir hnökrar séu á uppbyggingunni er handrit Garland heilt yfir gott. Saga Kelsons og Samsonar er algjört konfekt og Jimmy-gengið á nokkur frábær augnablik. Jafnvægið milli hryllings, spennu og samræðu er hæfilegt. Enn er verið að kanna skrímslið í manninum og manninn í skrímslinu á sama tíma og kafað er ofan í eðli trúar. Maður beið og beið eftir því að þræðirnir myndu renna saman að lokum og útfærslan er stórkostleg. Áhorfendur fengu síðan smjörþefinn af lokamyndinni í þessum uppvakningaþríleik og maður biður til guðs (og Nick gamla) að dræm aðsókn drepi ekki þær áætlanir. Niðurstaða No Other Choice og The Bone Temple eru gjörólíkar þó þær fjalli báðar um söguhetjur sem koma sér í bölvuð vandræði. Myndirnar eiga það þó sameiginlegt að vera afsprengi tímanna sem við lifum. Önnur tæklar aukna sjálfvirknivæðingu og miskunnarleysi kapítalismans. Hin tæklar veruleikann eftir veiruna þar sem ranghugmyndir fá pláss á kostnað vísindalegrar nálgunar. No Other Choice er einstakur spennutryllir með svartkómísku ívafi þar sem Park Chan-wook leiðir áhorfendur í ferðalag með atvinnulausum manni sem sökkvir sér dýpra og dýpra í eintóm vandræði. 28 Years Later: The Bone Temple er drullufínn uppvakningahryllingur með frábærum frammistöðum, frumlegri sögu en dálítið ójafnri framvindu og grunnri persónusköpun. Framhaldið stenst ekki alveg samanburðinn við forvera sinn þó hápunktar Beinahofsins séu með þeim sterkustu í seríunni.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Hollywood Bretland Suður-Kórea Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. 6. janúar 2026 07:00 Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. 19. desember 2025 07:02 Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3. október 2025 07:02 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. 6. janúar 2026 07:00
Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. 19. desember 2025 07:02
Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3. október 2025 07:02
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning