Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

NYPD Blue barnastjarna látin

Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“

„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra.

Tónlist
Fréttamynd

Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum

Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Liðsmaður De La Soul látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul.

Lífið
Fréttamynd

Ri­hanna og A$AP eiga von á öðru barni

Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 

Lífið
Fréttamynd

Lionel Messi kominn á Hvolsvöll

Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli.

Lífið
Fréttamynd

Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi

Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall.

Tónlist
Fréttamynd

Gat ekki snúið til baka: „Ég var löngu búin með kvótann á sálinni“

Aníta Briem var aðeins 16 ára gömul þegar hún lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona. Hún bjó lengst af í Los Angeles þar sem gylliboð voru á hverju strái. Þegar hún kom hingað til lands til þess að taka upp sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum síðan, fann hún hvernig Íslendingurinn innra með henni öskraði á hana.

Lífið
Fréttamynd

Sendi Arnaldi handritið reglulega

„Ég man ekki hvort ég fékk bókina gefins eða lánaða um jólin eftir að hún kom út 1999, en ég las hana allavega um það leyti,“ segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar Napóleonsskjölin sem frumsýnd var 3. febrúar síðastliðinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vaktin: Saga Matt­hildur bar sigur úr býtum

Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Kepp­endur Söngva­­keppninnar trylla leik­­skóla landsins

Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum.

Lífið
Fréttamynd

Fann sjálfa sig eftir að hún kom út

Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum.

Lífið
Fréttamynd

Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans

Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekju­skarðinu

„Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.

Lífið