„Þetta er ekki beint það sem fólk kaus“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 21:51 Skiltið hans Jóhanns tók nokkrum breytingum eftir að borgin tók við hönnuninni. vísir Breiðhyltingur, sem átti tillögu að skilti sem býður fólk velkomið í hverfið í hugmyndakeppninni Hverfið mitt í fyrra og var samþykkt, segir miður að endanleg hönnun skiltisins sé ekki í anda Breiðholtsins. Allan karakter vanti í útlit þess. „Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14
Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00
Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46