„Þetta er ekki beint það sem fólk kaus“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 21:51 Skiltið hans Jóhanns tók nokkrum breytingum eftir að borgin tók við hönnuninni. vísir Breiðhyltingur, sem átti tillögu að skilti sem býður fólk velkomið í hverfið í hugmyndakeppninni Hverfið mitt í fyrra og var samþykkt, segir miður að endanleg hönnun skiltisins sé ekki í anda Breiðholtsins. Allan karakter vanti í útlit þess. „Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14
Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00
Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda