Árekstur við Hellu Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss. Innlent 10. júlí 2023 12:56
Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Innlent 10. júlí 2023 11:17
Líkamsárás í Kópavogi og borgaraleg handtaka í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar í Kópavogi. Þar hafði einn ráðist á annan og slegið hann ítrekað þar sem hann lá í jörðinni. Var árásarmaðurinn handtekinn en engum sögum fer af meiðslum fórnarlambsins. Innlent 10. júlí 2023 06:41
Nafn mannsins sem lést í bifhjólaslysi við Laugarvatn Karlmaður sem lést í alvarlegu umferðarslysi við Laugarvatn á föstudag hét Jón Jónsson. Greint var frá því að ökumaður bifhjóls hafi lent utan vegar á Laugarvatnsvegi og hann verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 9. júlí 2023 22:57
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Innlent 9. júlí 2023 21:55
Þrjú útköll vegna manns sem hékk á bjöllunni Lögregluþjónar þurftu þrisvar sinnum í nótt að hafa afskipti af ölvuðum manni sem var að hringja dyrabjöllum í fjölbýlishúsi. Maðurinn lét aldrei segjast og var að lokum handtekinn en samkvæmt dagbók lögreglu streittist maðurinn á móti handtöku og var vistaður í fangaklefa vegna ástands hans. Innlent 9. júlí 2023 07:57
Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. Innlent 8. júlí 2023 15:51
Ótal útköll vegna ölvunar og einstaklinga í annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ótal útköllum vegna ölvunar og einstaklinga í annarlegu ástandi í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna einstaklinga sem lágu ofurölvi og ósjálfbjarga á jörðinni. Innlent 7. júlí 2023 06:34
Einstaklingur í annarlegu ástandi reyndist óprúttinn þjófur Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um einstakling í annarlegu ástandi í póstnúmerinu 104. Þegar betur var að gáð reyndist viðkomandi passa við lýsingu á einstakling sem framdi rán ásamt þremur öðrum fyrr um daginn. Innlent 6. júlí 2023 07:02
Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampolíni Kveikt var í trampolíni á skólalóð Rimaskóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampolín sem er ónýtt eftir verknaðinn. Aðalvarðstjóri segir sjónarvotta hafa séð unglinga á hlaupum frá vettvangi. Íbúar í Rimahverfi íhuga að koma á laggirnar nágrannavörslu. Innlent 6. júlí 2023 06:45
Enn ófundinn eftir hnífstunguárás á Laugavegi Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í miðbæ Reykjavíkur þar síðustu nótt er enn ófundinn. Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborginni en sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi á Landspítala. Innlent 5. júlí 2023 11:22
„Við tökum öllum ábendingum alvarlega“ Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega. Innlent 5. júlí 2023 10:10
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5. júlí 2023 10:05
Enginn handtekinn eftir að tilkynnt var að einstaklingur kynni að bera skotvopn Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í Reykjanesbæ í kvöld þegar grunur lék á því að vopnaður maður væri á ferð í bænum. Innlent 4. júlí 2023 22:13
Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. Innlent 4. júlí 2023 15:16
Handsömuðu vopnaðan mann á Hvolsvelli Lögreglan á Suðurlandi ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra handsamaði vopnaðan mann sem ógnaði fólki með hníf á Hvolsvelli í morgun. Innlent 4. júlí 2023 13:47
Gengur laus eftir hnífstunguárás í nótt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á manni sem grunaður er um að hafa stungið mann með eggvopni í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Innlent 4. júlí 2023 11:43
Staðfest að maðurinn lést af völdum höfuðhöggs Banamein karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar líkamsárásar á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti fyrir tæpum tveimur vikum, var eitt höfuðhögg. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar Höfuðborgarsvæðinu. Innlent 4. júlí 2023 09:13
Einn fluttur á Landspítala eftir alvarlega líkamsárás með eggvopni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt vegna alvarlegrar líkamsárásar þar sem hnífi var beitt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítala. Innlent 4. júlí 2023 06:21
Lagði fram kæru og hvetur fólk til að gera hið sama Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, kærði í dag mann sem hann segir að hafi svikið sig um 16 milljónir. Fleiri hafa lagt fram kæru en Árni býst við að svikin nemi hátt í 200 milljónum króna. Innlent 3. júlí 2023 23:40
Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. Innlent 3. júlí 2023 20:01
Keyrði út af veginum við Flóttamannaleið Bíl var ekið út af veginum á Elliðavatnsvegi, svokallaðri Flóttamannaleið, ekki langt frá afleggjaranum að Maríuhellum, í morgun. Innlent 3. júlí 2023 14:45
Leit að Sigrúnu ber engan árangur Leit að Sigrúnu Arngrímsdóttur hefur enn engan árangur borið. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til þeirra sem upplýsingar gætu haft um að hafa samband. Innlent 3. júlí 2023 13:31
Ekki hægt að svara því hvort stjórnmálamenn hafi verið hleraðir Dómsmálaráðherra segist ekki getað svarað fyrirspurn um mögulegar hleranir lögreglu á alþingismönnum eða öðrum stjórnmálamönnum, þar sem störf eða embætti manna séu ekki skráð í LÖKE. Innlent 3. júlí 2023 07:00
Eldur logaði í trampólíni og grunur um íkveikju Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til í umdæminu Grafarvogur/Grafarholt/Mosfellsbær í gær vegna elds í trampólíni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að grunur leiki á um íkveikju. Innlent 3. júlí 2023 06:16
Annasöm nótt á Írskum dögum og einn handtekinn með hníf Lögreglan á Vesturlandi handtók mann sem vopnaður var hníf og hamri á Akranesi í nótt. Töluvert var um mál á borði lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt en bæjarhátíðin Írskir dagar fer fram um helgina. Innlent 2. júlí 2023 15:14
Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Innlent 1. júlí 2023 16:43
Maðurinn sem lést var búsettur í Vestmannaeyjum Karlmaður á áttræðisaldri lést í dag eftir að hafa fallið úr Ystakletti í Vestmannaeyjum. Innlent 1. júlí 2023 14:08
Nafn mannsins sem lést á Lúx Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið. Innlent 1. júlí 2023 13:07
Unglingar játuðu að partíið væri vandræðalegt Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“ Innlent 1. júlí 2023 07:11