Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóðhátíð í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 12:16 Sérsveitin verður fjölmenn á Þjóðhátíð í sumar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira