„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Ritstjórn skrifar 16. júlí 2024 15:09 Helgi Magnús segir marga því fegna því að Kourani sé nú bak við lás og slá. En maðurinn sé algjörlega stjórnlaus. vísir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. „Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
„Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira