„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Ritstjórn skrifar 16. júlí 2024 15:09 Helgi Magnús segir marga því fegna því að Kourani sé nú bak við lás og slá. En maðurinn sé algjörlega stjórnlaus. vísir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. „Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira